Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 108
ELLEN MARIE MAGER0Y
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM
SÖFNUM
IV
GRIPIR í VICTORIA & ALBERT MUSEUM, LONDON
FORMÁLI
I fyrri heftum Árbókar (1955—1956, 1957—1958, 1960, 1961 og
1962) eru birtar skrár með lýsingum íslenzkra útskorinna tréhluta
i söfnum í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Að þessu sinni verður skýrt
frá nokkru af þeim íslenzkum tréskurði, sem til er í söfnum utan
Norðurlanda, nefnilega þeim átján hlutum, sem eru í safni Viktoríu
og Alberts í Lundúnum.
Þessi skrá er unnin eftir sömu meginreglum og þær, sem áður hafa
birzt. Nauðsynlegar skýringar er að finna í formála hinnar fyrstu
þeirra. Eins og sjá má, kom frumstofninn, alls 8 hlutir, til safnsins
þegar árið 1888. Síðan komu einn og einn öðru hverju, hinn síðasti
1987. Yfirleitt er engin vitneskja um, hver seldi þá eða gaf. *
Þegar ég var að rannsaka hlutina í safni Viktoríu og Alberts
árið 1960, naut ég fyrirgreiðslu W. A. Thorpe, forstöðumanns fyrir
The Department of Woodwork. Hann útvegaði mér einnig ljósmynd-
ir af hlutunum. Kann ég honum þakkir, svo og dr. Kristjáni Eldjárn
þjóðminjaverði, sem þýtt hefur skrána úr norsku.
Reykjavík 6. júll 1963.
Ellen Marie Mageroy.