Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 84

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1963, Blaðsíða 84
88 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS II. Það var hvort tveggja að Sveinungi var af góðu bergi brotinn, enda var hann að mörgu leyti merkur maður. Hann var hinn vand- aðasti til orða og verka, maður sem eigi vildi vamm sitt vita, ráð- vandur, trúr og skyldurækinn, og var það einróma álit allra, er hann þekktu, að betra hjú gat eigi enda var mjög eftir honum sótt sem vinnumanni; er það og vel skiljanlegt þegar við áðurnefnda kosti bætist fjölhæfni í verkum, dugnaður til vinnu, og nákvæm hirðu- semi. Hann var t. d. all-laginn við smíðar — vel búhagur, sem kallað er, og þótti og þykir sá kostur mikilsvirði. Hann var góður vegg- hleðslumaður, og oft fenginn til þess starfa af öðrum heimilum. Hann var ágætur sláttumaður og bindingsmaður með þeim beztu, er ég hefi haft kynni af. Hann var barngóður mjög og laginn að kenna börnum bæði lestur og skrift, enda varð það oft starfi hans; við aðra kennslu mun hann eigi hafa fengizt, nema hann kenndi nokkr- um mönnum bókband. Eigi voru honum ætluð störf við sauðfjár- hirðingu, því hann var óglöggur á sauðfé og þarfir þess, enda var hann eigi hið minnsta gefinn fyrir þann starfa, og sjósókn var hon- um einnig ógeðfelld; enda fór svo eftir að ég kynntist honum, að honum voru eigi heldur ætluð þau störf, heldur önnur, sem jafn- an voru nóg fyrir hendi. Skorti þó eigi vilja eða trúmennsku hjá honum í þessu sem öðru. Til dæmis um trúmennsku og áhuga Sveinunga fyrir því að störf heimilisins gengju sem bezt og bæru sem mestan árangur, vil ég geta eins af mörgu, er hann tók sér fyrir hendur ótilkvaddur. í Lóni gengu oftast 4—6 menn að slætti um heyskapartímann. Þá voru not- aðir til sláttar hinir svonefndu „skozku ljáir“, er Torfi í Ólafsdal hafði innleitt hér á landi og þóttu miklu betri en íslenzku ljáirnir — spíkurnar — sem þurfti að hita við viðarkol í hvert sinn, er þeir voru dengdir, og voru því hinir verstu skaðvaldar skóganna. Þessa skozku ljái þurfti ekki að hita. Þeir voru ekki svo harðir að þeir molnuðu þótt þeir væru klappaðir kaldir, þ. e. eggin barin fram með klöppu (hamri). Vannst verkið — slátturinn — auðvitað mikið betur ef ljáirnir voru vel klappaðir. Og tókst mönnum það starf mis- jafnlega. En Sveinungi kunni tökin á því, sem fleiru. Og ekki þurftu sláttumennirnir að tefja sig á því að klappa ljáina á morgnana, með- an Sveinunga naut við. Hann hafði farið fyrr á fætur en þeir. Og ljáirnir lágu allir prýðilega hvesstir er til þeirra þurfti að taka. Þannig hugsaði Sveinungi um fleiri störf heimilisins og bjó mönn- um vel í hendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.