Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Side 6
10
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hryggur, um 600—800 m langur, sem liggur frá norðaustri til suð-
vesturs vestanvið bæinn í Hvítárholti. Holtið er algróið og sér ekki í
klöpp nema á litlum bletti nær suðaustast, en þar kemur fram hellu-
grjót. Var þar gott hellutak, sem mikið var notað fyrrum, meðal ann-
ars í síðasta torfbæinn í Hvítárholti, sem stóð fram um 1950, og í
ljós kom, að hellur hafa verið teknar þarna þegar í fornöld og not-
aðar í byggingar á staðnum, enda ekki annað grjót nærtækara (3.
mynd).
Norðanvert við Holtið rennur Hvítá í vestur og brýtur bakkana
stöðugt nær og nær Holtinu, en að sunnan og vestan eru mýrarflæmi,
gamlar áveituengjar. Að austan er svo túnið, en Holtið sjálft er
einnig að miklu leyti orðið ræktað tún nú.
Fjárhús hafa lengi verið vestantil á Holtinu og vottaði fyrir göml-
um garðlögum í nágrenni þeirra. Austantil voru einnig fjárhús-
tættur, ekki gamlar þó, og virðast ekki hafa staðið þar hús áður.
Um það bil á miðju Holtinu er nokkur slakki, sem hallar nokkuð
til suðurs, og þar voru mestallar rústirnar.
Rannsóknirnar stóðu yfir sumrin 1963—1967. Ekki var þó unnið
samfellt öll sumrin. Sumarið 1963 var unnið frá 15. júlí til 22.
ágúst og þá hafizt handa með því að grafa prófskurði suðaustan við
holuna, þar sem eldstæðið hafði komið í ljós. Voru tveir þeirra
grafnir samsíða frá suðri til norðurs og einn þversum á þá frá
austri til vesturs. Þar voru allmiklar mannvistarleifar og sums stað-
ar virtist gólfkennt en annars staðar sýndist helzt vera öskuhaugur.
Austast í skurðinum, sem lá austur-vestur, kom í ljós gólfskán og
stoðarholur sem virtust gefa til kynna hús, sem ekki var þó að svo
stöddu hægt að ákvarða. Það kom hins vegar betur í ljós 1966 og
reyndist þá vera bakhús við skála, sem hvort tveggja var grafið
upp það ár. Sjálfur skálinn reyndist liggja rétt sunnan við takmörk
skurðanna, og hafði þó reyndar verið grafið í gegnum nyrðri lang-
vegginn. Allt var það of óljóst í upphafi til þess að unnt væri þá að
átta sig á, að um hús væri að ræða.
Einnig var þetta sumar (1963) rannsakað fyrsta jarðhúsið á staðn-
um, hús I, sem var um 20 m sunnanvert við prófskurðinn. Fyrir
rannsóknina var þarna rúmlega hnédjúp hola vaxin mjaðarjurt, en
undir henni var jarðhúsið.
Annað húsið, hús II, var einnig rannsakað þetta sumar, en það
var um 50 m austan við jarðhúsið. Það var ferhyrnt, um 3,8 X 10 m,
sneri frá norðaustri til suðvesturs og var í suðurhlutanum mikill og
einkennilegur grjótbálkur, helzt að sjá sem vatnsrás.