Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 38
42
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Gólfið var ógreinilegt nema umhverfis eldinn. Þar var á því kola-
skán og aska, að vísu örþunn, og sums staðar reyndist mjög erfitt
að fylgja yfirborði þess. Allvíða voru smáhellur á gólfinu, sumar
þeirra gætu hafa tilheyrt húsinu sem slíku, en aðrar hafa líklega
komið eftir að húsið fór úr notkun.
1 vesturenda hússins var hellustétt eftir miðju gólfi, frá gafli og
inn á móts við innganginn (26. mynd). Stoðarhellur voru víða á gólf-
inu og stóðust þær á tvær og tvær, en stoðarholur voru fáar. Þó voru
tvær við vesturgaflinn, hvor í sínu horni, og við norðurvegginn voru
nokkrar og eins á gólfinu innan við hann.
Langeldurinn var á miðju gólfi, snyrtilega lagður úr hellum (27.
mynd). Hann var líkastur aflangri þró, 1,5 m langur og 0,5 m breið-
ur. Stór hella lá á gólfinu fast vestan við hann, brotin í marga parta
af hita.
Tveir inngangar voru í húsið, annar vestantil á suðurhlið, en hinn
á suðurhliðinni austanverðri. Þeir voru báðir hellulagðir og var stétt
framan við þann vestri en ekki við hinn. Innan við eystri inngang-
inn voru leifar af torfvegg, sem náð hefur nær þvert yfir húsið frá
norðurveggnum og yfir að innganginum. Var helzt svo að sjá sem
húsið hafi einhvern tíma verið stytt með þessum vegg, en með því
hafa hlutföll hússins raskazt og langeldurinn ekki lengur verið í miðju
húsi. Erfitt er að skýra, hver ástæða hefur legið að baki þeirri breyt-
ingu, en austan við vegginn var að kalla ekkert eftir af húsinu,
aðeins mjög lítilfjörlegar leifar af veggjaundirstöðum og nokkrir
steinar, sem virtust í framhaldi af steinaröðinni við framvegginn.
Að norðanverðu voru þarna allmargar holur, sumar þeirra vafalítið
tilheyrandi húsinu en aðrar sennilega yngri, því að þær voru einnig
í sjálfri vegglínunni. Þessi partur var rannsakaður betur 1967 og
komu þá undirstöður veggjanna skýrar í ljós. Svo var helzt að sjá
sem þarna hefði verið kastað sorpi eftir að skálinn var styttur og
tóftin fyllt af skarni. Þar fundust ýmsir smáhlutir, sem síðar verður
getið, fyrir utan ösku úr eldstæðum, gjall og þvílíkt.
Sé sú tilgáta rétt, að húsið hafi verið stytt, má vera, að vestri inn-
gangurinn hafi verið gerður og sá eystri tekinn af, ef þeir hafa þá
ekki verið gerðir báðir í öndverðu.
Bakhúsið (28. mynd) var við austurhluta skálans og var inn-
gangurinn í það á norðurvegg rétt austan við langeldinn. í inngang-
inum voru sex litlar stoðarholur, þrjár hvorum megin, og hefur upp-
gerð dyranna hvílt á stoðunum. Austan við innganginn voru veggja-
moldirnar mjög ógreinilegar, en heita mátti ógerningur að sjá nokk-