Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 45
SÖGUALDARBYGGÐ í HVÍTÁRHOLTI
49
vesturenda setsins var mikið af hellum og hellubrotum sem ekki er
auðvelt að segja, hvort verið hafa þar frá öndverðu, en líklegt er,
að sumt hafi verið síðar tilkomið. Þar var einnig allmikil viðarkola-
mylsna á víð og dreif innan um grjótið og út undir gaflinn og virt-
ist helzt, að þarna hefði verið kolageymsla. Ekkert annað eldstæði
en langeldurinn á gólfinu fannst þó í skálanum.
Syðra setið var mun mjórra en hitt, um 1,2 m breitt um miðju
hússins og um 30 sm breitt til endanna. Það virtist ná nokkru lengra
í átt til enda hússins en nyrðra setið og það náði greinilega vestur-
fyrir dyrnar. Frambrúnin var ógreinileg á köflum, en þó virtist
hún hafa verið bein í upphafi. — Þetta set var um 20 sm ofar gólfi
eins og hitt.
Á setunum voru víða steinhellur úti við vegginn og er enginn vafi,
að þær hafa verið undirstöður undir tréverki, aurstokkum eða stöf-
um. Stoðarholur fundust engar að kalla í þessum skála, aðeins ein
lítil, 7 sm í þvermál á austanverðu syðra seti og ein nokkru stærri, um
10 sm í þvermál á gólfinu við vesturenda setsins og tvær örsmáar
austast í gólfinu. Er því greinilegt, að stafir hafa ekki staðið í gólf-
inu sjálfu. Þó er erfitt að benda á hellur við suðurvegginn, sem stafir
kynnu að hafa staðið á og má reyndar vel vera, að þar hafi verið aur-
stokkur og stafir síðan grópaðir í hann. Hins vegar voru steinar við
norðurvegginn með um og yfir eins metra millibili, og verður ekki
um villzt, að það voru stoðarsteinar.
Engin merki sáust um hinar eiginlegu stoðir, burðarviðina, sem
hljóta að hafa staðið í gólfi við setbrúnir. Þar varð hvorki vart við
holur né stoðarsteina og þær smáhellur, sem voru þar á stöku stað,
eru alltof litlar til að hafa verið stoðarsteinar.
Yfir austanverðu nyrðra setinu var mikil grjóthrúga, hellugrjót,
sem erfitt reyndist að botna í. Hellugrjót þetta var uppi í moldum,
um 30 sm yfir setinu og takmarkaðist að vestan af stórri, lóðréttri
hellu og tveimur minni, sem stóðu fastar í botni setsins. Var svo
að sjá sem þær væru þarna í upphaflegu sæti og hefðu átt að skipta
setinu um þvert, en ekki var unnt að setja helluhrúguna beinlínis
í samband við þær. Var á kafla líkast því sem hellunum væri raðað
í eins konar stétt eða jafnvel veggjarbrún, en þær voru allar uppi
í moldum og er reyndar líklegt, að þetta hafi verið leifar af þakhell-
um einhvers konar, sem fallið hafa niður er þekjan var rifin.
Skálinn var að mestu fylltur með hreinni gróðurmold, eldfjalla-
öskulög sáust engin en víða var moldin mikið samhrærð, sums
staðar var vikurkennt og annars staðar miklar viðarkoladreifar í
4