Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Qupperneq 51
SÖGUALDARBYGGÐ í HVÍTÁRHOLTI
55
í holunum og síðan verið fléttað viðjum á milli, úr birkilimi eða hrísi.
Slík veggjagerð er að vísu óþekkt hér á landi, en hún er þekkt t. d.
í Danmörku á víkingaöld svo og á Irlandi, fyrir svo utan það að vera
alþekkt erlendis á seinni tímum. — Hins vegar er erfiðara að skýra,
hvers vegna steinunum hallar öllum inn í húsið, en það virðist greini-
lega gert af ásettu ráði.
Yfirleitt sveigjast skálarnir jafnt milli enda, en á þessum skála er
miðja langveggjanna bein og síðan kemur sveigjan nær eingöngu á
stuttum kafla. — Inngangurinn er nokkru nær miðju hússins en bú-
ast mætti við, og eins og fyrr segir gætu þeir hafa verið tveir, þótt
ekki verði um það fullyrt.
Svo virðist helzt sem vestasti skálinn, hús VIII, sé byggður næst á
eftir þessum fyrsta. Ógerlegt er að segja, hve lengi fyrsti skálinn,
eða skálarnir hver um sig, hefur verið í notkun, en varla hafa skál-
arnir þó verið rifnir fyrr en þeir voru farnir að skemmast sakir elli.
í þessum skála (VIII) voru fáar stoðarholur, aðeins nokkrar að norð-
anverðu svo og í austurhlutanum, sem skemmdur var, en þar var
erfitt að greina með vissu, hvaða holur tilheyrðu skálanum sem slík-
um, en að sunnanverðu voru greinilega stoðarsteinar, sem áttu sér
samsvarandi steina að minnsta kosti sums staðar að norðanverðu. Hér
hafa menn verið búnir að leggja af hinn gamla sið að miklu leyti,
að láta stoðir standa í gólfinu. Hins vegar voru holur eftir útstafi að
norðan, þó nokkuð óreglulegar meðfram veggnum, en að sunnan varð
þeirra ekki vart. Hafa þeir væntanlega staðið á steinum þar.
Hér var einnig meðfram miðbiki suðurveggsins steinaröð, sem
sennilegt má telja, að aurstokkur hafi hvílt á, en hinar einkennilegu
smáholur, sem voru milli steinanna í elzta skálanum, fundust hér
ekki. Hefur skáli þessi verið öllu venjulegri að gerð en hinn fyrri.
Hér hafa dyrnar verið tvennar, eins og stundum tíðkaðist, t. d.
í Skallakoti í Þjórsárdal. Er þó ekki víst, að þær hafi báðar verið not-
aðar í senn, eða hvort eystri dyrnar eru eldri og þeim síðan lokað og
hinar gerðar er skálinn var styttur.
Erfitt er að segja, hverjar ástæður hafa legið að baki því, að menn
fóru að stytta skálann, en enginn vafi virðist leika á því, að það hafi
verið gert. Má helzt láta sér detta í hug, að skálinn hafi verið oi’ðinn
gamall og lasinn og austurendinn hreint og beint ónýtur og endinn
því einfaldlega rifinn í stað þess að gera við hann, og síðan hafi verið
ráðizt í nýja skálagerð. Yarla stafar þessi breyting af því, að ekki
hafi meira rýmis verið þörf og húsnæðið minnkað þess vegna.
Hér er komið bakhús við skálann og virðist það ótvírætt benda til