Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 52

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 52
56 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS þess, að hann sé talsvert miklu yngri en sá, sem fyrr var lýst, líklega reistur skömmu eftir 1000. Bakhúsið er sennilega búr eða annað geymsluhús, varla virðist það að minnsta kosti hafa verið eldhús, því að eldstæði fannst ekki þótt kolaaska væri mikil um allt gólf. Hún gæti eins hafa verið borin þar af ásettu ráði. — Smáu holurnar við austurvegginn minntu á holurnar í elzta skálanum og má vera, að þær hafi verið eftir einhvers konar veggklæðningu, viðjuvegg að líkind- um. Athugandi er, að hér fundust engar veggj armoldir, þótt þær væru hins vegar allskýrar í skálanum sjálfum. Eftirtektarvert er viðvíkjandi þessum skála, að eiginleg set voru hér ekki, heldur hallaði gólfinu upp að veggjunum jafnt og þétt án þess að nokkur skil væru á milli. Ekki hefði farið hjá því, að setin afmörkuðust greinilega ef setstokkur hefði til dæmis verið í húsinu í öndverðu. Langeldstæðið var mjög líkt og í fyrsta skálanum, aflangt og gert af hellum með hellublöðum á rönd umhverfis og hellu á gólfinu við enda þess. Kolagólfið var svo til einungis rétt í kringum eldstæðið, enda var gólfskánin mjög óglögg víða eins og fyrr segir. Þriðji skálinn var af sömu megingerð og hinir, en hér var inn- gangurinn örugglega aðeins einn, á vestanverðri suðurhlið, setin skýrt afmörkuð frá gólfinu en stoðarholur engar, nema hvað ein hola var sem næst úti í suðvesturhorni hússins. Engir eiginlegir stoðar- steinar voru heldur sýnilegir, en þrjár smáholur í austanverðum skál- anum virtust tæplega vera eftir eiginlegar stoðir, heldur frekar ein- hvers konar hæla. Hér hafði aurstokkur einnig legið á steinum við útveggina, en þeir voru þá úr lagi færðir og má telja líklegt, að þeir hafi eitthvað færzt er húsið var rifið. Ekki virtist hafa verið vandað mjög til hússins, t. d. var eldstaðurinn mjög einfaldur, nánast hellu- brot, sem kastað hafði verið á gólfið því nær af tilviljun. Ekki er hægt að segja, hvort bakhúsið við skálann hefur verið jafngamalt honum, en greinilega hafði ekki verið til þess vandað. Veggir voru engir sýnilegir, frekar en í bakhúsinu við síðastnefnda skálann, en stoðarholurnar sumar hverjar virtust vera eftir þak- stoðir en aðrar ef til vill eftir borð eða bekki á gólfinu. Eðlilegast er að kalla þetta bakhús búr, eins og í fyrra skiptið. Einnig gæti kom- ið til greina, að það hefði verið stofa, vinnuhús kvenfólksins, en þær stofur, sem örugglega eru þekktar, voru byggðar við enda skálanna en búrið aftur af þeim. Þessi skáli er að líkindum yngstur þeirra allra, samkvæmt því sem fyrr segir um breytingarnar á þeim síðastnefnda, húsi VIII, en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.