Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Síða 52
56
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þess, að hann sé talsvert miklu yngri en sá, sem fyrr var lýst, líklega
reistur skömmu eftir 1000. Bakhúsið er sennilega búr eða annað
geymsluhús, varla virðist það að minnsta kosti hafa verið eldhús, því
að eldstæði fannst ekki þótt kolaaska væri mikil um allt gólf. Hún
gæti eins hafa verið borin þar af ásettu ráði. — Smáu holurnar við
austurvegginn minntu á holurnar í elzta skálanum og má vera, að þær
hafi verið eftir einhvers konar veggklæðningu, viðjuvegg að líkind-
um. Athugandi er, að hér fundust engar veggj armoldir, þótt þær væru
hins vegar allskýrar í skálanum sjálfum.
Eftirtektarvert er viðvíkjandi þessum skála, að eiginleg set voru
hér ekki, heldur hallaði gólfinu upp að veggjunum jafnt og þétt án
þess að nokkur skil væru á milli. Ekki hefði farið hjá því, að setin
afmörkuðust greinilega ef setstokkur hefði til dæmis verið í húsinu í
öndverðu.
Langeldstæðið var mjög líkt og í fyrsta skálanum, aflangt og gert
af hellum með hellublöðum á rönd umhverfis og hellu á gólfinu við
enda þess. Kolagólfið var svo til einungis rétt í kringum eldstæðið,
enda var gólfskánin mjög óglögg víða eins og fyrr segir.
Þriðji skálinn var af sömu megingerð og hinir, en hér var inn-
gangurinn örugglega aðeins einn, á vestanverðri suðurhlið, setin
skýrt afmörkuð frá gólfinu en stoðarholur engar, nema hvað ein hola
var sem næst úti í suðvesturhorni hússins. Engir eiginlegir stoðar-
steinar voru heldur sýnilegir, en þrjár smáholur í austanverðum skál-
anum virtust tæplega vera eftir eiginlegar stoðir, heldur frekar ein-
hvers konar hæla. Hér hafði aurstokkur einnig legið á steinum við
útveggina, en þeir voru þá úr lagi færðir og má telja líklegt, að þeir
hafi eitthvað færzt er húsið var rifið. Ekki virtist hafa verið vandað
mjög til hússins, t. d. var eldstaðurinn mjög einfaldur, nánast hellu-
brot, sem kastað hafði verið á gólfið því nær af tilviljun.
Ekki er hægt að segja, hvort bakhúsið við skálann hefur verið
jafngamalt honum, en greinilega hafði ekki verið til þess vandað.
Veggir voru engir sýnilegir, frekar en í bakhúsinu við síðastnefnda
skálann, en stoðarholurnar sumar hverjar virtust vera eftir þak-
stoðir en aðrar ef til vill eftir borð eða bekki á gólfinu. Eðlilegast
er að kalla þetta bakhús búr, eins og í fyrra skiptið. Einnig gæti kom-
ið til greina, að það hefði verið stofa, vinnuhús kvenfólksins, en þær
stofur, sem örugglega eru þekktar, voru byggðar við enda skálanna
en búrið aftur af þeim.
Þessi skáli er að líkindum yngstur þeirra allra, samkvæmt því sem
fyrr segir um breytingarnar á þeim síðastnefnda, húsi VIII, en