Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Síða 54

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Síða 54
58 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hér á landi í fyrsta skipti, svo öruggt sé. Þessi húsagerð er alþekkt í Vestur-Evrópu og á Norðurlöndum, ekki sízt í Danmörku og Suður- Svíþjóð, en einkennilegt er, að það er fyrst nú á síðustu áratugum, sem þau eru að koma fram í dagsljósið. Ástæðan er ef til vill sú, að framan af voru menn ekki vissir um, að hér væri um hús að ræða, enda voru þau oft nefnd sorpgryfjur „affaldsgruber" í Danmörku, en nú hefur samheitið orðið grubehuse á dönsku, pit houses á ensku, Grubenhduser á þýzku og grophus á sænsku. Eðlilegast og einfaldast er að kalla þau jarðhús á íslenzku, enda virðist líklegt, að það hafi verið hið forna nafn á þeim hér á landi, svo sem síðar segir. Jarðhús af þessari gerð þekkjast allt frá rómverskri járnöld, eða tímanum frá 1.—2. öld eftir Krist, og til víkingaaldar. Flest virðast þau þó vera frá víkingaöld. Dósent Márta Strömberg í Lundi hefur nýlega rannsakað jarð- hús af þessari gerð í Valleberga á Skáni en þar hafa fundizt 43 slík hús frá yngri járnöld7. Megingerð húsanna þar var hin sama og í Hvítárholti, 3—4 m breið, oft aðeins lítillega niðurgrafin, eldstæði tíðum á miðju gólfi eða úti við vegg. Stundum voru stoðarholur utan við húsið, hvor sínum megin lengdarássins. Eini munurinn á þeim og húsunum í Hvítárholti er sá, að sænsku húsin eru öllu ein- faldari. Aðeins einu sinni fannst inngangur, á langhlið hússins, en annars virðist það vera nærri föst regla, að erfitt sé eða ógerningur að finna inngang í húsin. Húsin í Valleberga höfðu flest verið vinnuhús, smíðaverkstæði ýmiss konar svo og vefjarstofur, sem ráða mátti af brotum af smíð- isgripum og kljásteinum, og að minnsta kosti eitt eldhús. Hins vegar virtist ekkert þeirra hafa verið notað til íbúðar. — Hús þessi voru einkum frá því um 600—800 e. Kr. I Árósum hefur nýlega verið lokið við rannsókn í gamla bæjar- hlutanum og þar hafa komið fram margs konar minjar frá elztu byggð á staðnum. Meðal þess eru 7 jarðhús frá víkingaöld af þessari sömu tegund. Húsin voru bæði ferhyrnd og sporbaugótt, stoðar- holur tiðast í hornum og við miðja langveggi svo og við enda spor- baugóttu húsanna, eins og eftir súlur undir mænirás, og einnig virðist hafa verið um fléttaða innveggi úr viðjum að ræða. Hús þessi eru talin frá 10. öld og kunna að hafa verið notuð sem íbúðarhús í bæn- um, einkum þá íbúðir handverksmanna, enda fundust víða leifar frá ýmiss konar handverki, svo sem steypumót og verkfæri, leifar frá beinsmíðum, vogir og lóð9. Þessi tvö dæmi, jarðhúsin í Valleberga og í Árósum, verða að nægja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.