Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Side 58
62
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Taflmennirnir tveir, nr. 316 og 607 í fundaskránni (32. mynd) eru
að vísu nokkuð óvenjulegir, einkum nr. 607. Hann er sívalur og með
boraðri holu í efri enda, nokkuð miðaldalegur að sjá, en ekki er mér
kunnugt um nána hliðstæðu hans. Manni gæti dottið í hug hrókur í
skáktafli, en tæplega þarf að gera því skóna, að hann sé svo ungur,
en talið er, að skáktafl berist ekki hingað fyrr en á miðöldum. Tafla
úr hnefatafli er þetta ekki, en hins vegar má vera að hér sé kominn
sjálfur hnefinn úr taflinu, þótt nokkuð sé hann ólíkur þeim hnefum,
sem þekktir eru með vissu. Ekki er þó víst, að þeir hafi alltaf verið
með sama lagi.
Hinn taflmaðurinn, nr. 316, er hins vegar að öllum líkindum
hnefi. Sama er um hann að segja, að hann minnir í fljótu bragði
nokkuð á skákmann, en sé hann borinn saman við hnefa úr Bjark-
eyjargröfum, sem margir eru í mannsmynd, virðist samsvörunin
augljós17. Hnefinn er tálgaður úr móbergi og í rauninni einfaldur,
en greinilega er þó skorinn haus á hann og skora í að ofan.
Taflan, nr. 721, er af greinilegri víkingaaldargerð, úr hneftafli
og nokkuð stór, en hún á sér þó margar hliðstæður.
Sörvistölurnar fjórar, nr. 314, 605, 611, 724 (33. mynd), eru af
greinilegum víkingaaldargerðum, allar algengar sem kvenskart og hafa
hliðstæður þeirra margsinnis fundizt hér á landi, bæði á steinasörvum
í gröfum og sem lausafundir. Hin stærsta er sérstæðust þeirra,
marglit, gerð úr sambræddu gleri. Eðlilegt er, að slíkar perlur
týndust, slíkur urmull sem til hefur verið af þeim.
Klébergssakkan, nr. 727 (34. mynd), er óvenjuleg hér á landi, en
lienni svipar til sakka, sem fundnar eru í Noregi18.1 sjálfu sér er eðli-
legt að finna sökku hér, því að búast má við að laxveiði hafi þá sem nú
verið drjúg í Hvítá, og hefur netaveiði vafalaust verið stunduð
þar frá upphafi vega. Sakkan er greinilega af neti.
Annað kléberg, sem fannst í Hvítárholti, var allt úr pottum,
fyrir svo utan snældusnúðana, sem líklega eru einnig tálgaðir úr
pottbrotum. Ekki er alltaf auðvelt að gera sér grein fyrir stærð
pottanna, en brotin skera sig á engan hátt úr slíkum brotum, sem
annars staðar hafa fundizt í fornbæjarrústum. Tvö brotin eru þó
frábrugðin, nr. 620 og 622, en þau hafa verið tálguð til og virðist
helzt um að ræða bætur á klébergspotta (35. mynd). Hvorugt brotið er
heilt, en á annað eru boruð göt, að líkindum fyrir nagla, en hitt kann
að hafa brotnað um naglagöt. Þessir hlutir eru greinilega tálgaðir
úr pottbrotum, því að miðhlutinn, sem er þykkari og hefur verið
ætlað að falla inn í gatið á pottinum, ef þessi skýring er rétt, er