Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 58
62 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Taflmennirnir tveir, nr. 316 og 607 í fundaskránni (32. mynd) eru að vísu nokkuð óvenjulegir, einkum nr. 607. Hann er sívalur og með boraðri holu í efri enda, nokkuð miðaldalegur að sjá, en ekki er mér kunnugt um nána hliðstæðu hans. Manni gæti dottið í hug hrókur í skáktafli, en tæplega þarf að gera því skóna, að hann sé svo ungur, en talið er, að skáktafl berist ekki hingað fyrr en á miðöldum. Tafla úr hnefatafli er þetta ekki, en hins vegar má vera að hér sé kominn sjálfur hnefinn úr taflinu, þótt nokkuð sé hann ólíkur þeim hnefum, sem þekktir eru með vissu. Ekki er þó víst, að þeir hafi alltaf verið með sama lagi. Hinn taflmaðurinn, nr. 316, er hins vegar að öllum líkindum hnefi. Sama er um hann að segja, að hann minnir í fljótu bragði nokkuð á skákmann, en sé hann borinn saman við hnefa úr Bjark- eyjargröfum, sem margir eru í mannsmynd, virðist samsvörunin augljós17. Hnefinn er tálgaður úr móbergi og í rauninni einfaldur, en greinilega er þó skorinn haus á hann og skora í að ofan. Taflan, nr. 721, er af greinilegri víkingaaldargerð, úr hneftafli og nokkuð stór, en hún á sér þó margar hliðstæður. Sörvistölurnar fjórar, nr. 314, 605, 611, 724 (33. mynd), eru af greinilegum víkingaaldargerðum, allar algengar sem kvenskart og hafa hliðstæður þeirra margsinnis fundizt hér á landi, bæði á steinasörvum í gröfum og sem lausafundir. Hin stærsta er sérstæðust þeirra, marglit, gerð úr sambræddu gleri. Eðlilegt er, að slíkar perlur týndust, slíkur urmull sem til hefur verið af þeim. Klébergssakkan, nr. 727 (34. mynd), er óvenjuleg hér á landi, en lienni svipar til sakka, sem fundnar eru í Noregi18.1 sjálfu sér er eðli- legt að finna sökku hér, því að búast má við að laxveiði hafi þá sem nú verið drjúg í Hvítá, og hefur netaveiði vafalaust verið stunduð þar frá upphafi vega. Sakkan er greinilega af neti. Annað kléberg, sem fannst í Hvítárholti, var allt úr pottum, fyrir svo utan snældusnúðana, sem líklega eru einnig tálgaðir úr pottbrotum. Ekki er alltaf auðvelt að gera sér grein fyrir stærð pottanna, en brotin skera sig á engan hátt úr slíkum brotum, sem annars staðar hafa fundizt í fornbæjarrústum. Tvö brotin eru þó frábrugðin, nr. 620 og 622, en þau hafa verið tálguð til og virðist helzt um að ræða bætur á klébergspotta (35. mynd). Hvorugt brotið er heilt, en á annað eru boruð göt, að líkindum fyrir nagla, en hitt kann að hafa brotnað um naglagöt. Þessir hlutir eru greinilega tálgaðir úr pottbrotum, því að miðhlutinn, sem er þykkari og hefur verið ætlað að falla inn í gatið á pottinum, ef þessi skýring er rétt, er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.