Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Side 60

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Side 60
64 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS um hugsanlega ferð Rómverja hinna fornu til Islands í upphafi 4. aldar e. Kr., einkum vegna þess, að peningar sem þessir eru sjaldséðir utan hins forna, rómverska ríkis og höfðu enda ekkert verðgildi annars staðar, þar sem um koparpeninga er að ræða en ekki peninga úr góðmálmum21. Að mínu áliti þarf ekki svo að vera. Tel ég líklegast, að peningar þessir séu allir komnir hingað á víkingaöld, líklega með landnámsmönnum, sem hafa haft viðkomu fyrir vestan haf, þar sem slíkir peningar voru gjaldgengir á sínum tíma og finnast oft í heilum sjóðum. Hafa þeir þá fundizt þar og menn haft þá með sér hingað út, ekki vegna verðgildis heldur sem eins konar minjagripi. Þrír þessara peninga, peningurinn frá Hvítárholti og pening- arnir frá Bragðavöllum, eru fundnir meðal öruggra víkingaaldar- minja sem sýnir, að þeir eru að minnsta kosti komnir á þessa staði á víkingaöld. Varasamt er að draga mjög ákveðnar ályktanir af fundi peninga einna saman, enda bendir Inga Serning á þetta í riti sínu um járnaldarfundi í Dölum í Svíþjóð, þar sem fundizt hafa fimm peningar af þessu tagi22. Öðru máli gegndi ef um væri að ræða aðra hluti af rómverskum uppruna, bronsker, ausur eða síur, sem algengt er að finna á Norðurlöndum og komið er sunnan úr rómverska ríkinu á þessum tíma. Slíkir hlutir vitna um bein verzlunartengsl við rómverska ríkið, en hér er slíku ekki til að dreifa. Að öðru leyti er fátt sérstakt að segja um hlutina frá Hvítár- holti og vísast nánar um þá til fundaskrárinnar. Staðurinn, þar sem fornaldarbyggð þessi hefur verið, er nokkuð óvenjulegur, einkum þar sem hann ber hátt og er áveðra og vatns- ból er ekki mjög nærri, sem menn hafa þó yfirleitt sótzt eftir að hafa. Yfirleitt eru hin fornu bæjarstæði áberandi, bæirnir hafa verið reistir utan í hlíð, á hæð eða þar sem vel sá yfir umhverfið, en hér er bærinn settur hærra upp en búast hefði mátt við. Að vísu er nokkur slakki í holtið þar sem rústirnar eru, en þó ekki nógur til að teljandi skjól myndist fyrir norðanáttinni, sem gætir mikið þarna. Er reyndar ekki víst, að menn hafi svo mjög sótzt eftir skjóli, heldur hafi menn metið meira útsýnið, enda hefur hér sézt vel til mannaferða þvínær úr öllum áttum og einnig norðan yfir Hvítá. Gamalt vað er nokkru ofar á ánni, á Kópsvatnseyrum, en einnig er vað á ánni niður undan þessum stað, sem vel má hafa verið nothæft í fornöld einnig. Þótt vatnsból sé ekki heima við bæinn hefur yfirleitt mátt sækja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.