Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 114

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 114
114 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS en engar frá seinni hluta sautjándu aldar og byrjun þeirrar átjándu. Þær Lúthersmyndir, sem nú eru varðveittar á Norðurlöndum eru flestar frá 16. öld eða lok 19. aldar (B50 ára afmæli siðbótarinnar). Líklegt má þó telja, að fleiri myndir hafi verið málaðar á prédikun- arstóla og minningartöflur á 17. öld, þótt þær hafi ekki varðveitzt. Hugsanlegt er að breyttir tímar hafi stuðlað að því, að yfir mynd- irnar hafi verið málað. Algengustu fyrirmyndir Lúthersmyndanna voru koparstungur, sem gerðar voru eftir hinum ýmsu myndum hinna frægu Cranach-feðga af siðbótarmanninum. Algengasta efni Lúthersmynda sautjándu aldar víðsvegar um Evrópu, er byggt á mynd frá verkstæði Chranachs yngra, þar sem sjá má Lúther á efri árum, þar sem hann heldur á bók (Biblíunni) og horfir aðeins til hliðar fram hjá áhorfendum. Hólma-Lúther er eldri maður klæddur síðri og svartri doktors- kápu. Aðeins sést grilla í skó hans undir hempunni. Um hálsinn hef- ur hann hvítan kraga, sem er 17. aldar tízka og allólík myndum frá 16. öld. 1 hægri hendinni heldur hann á bók (Biblíunni), en vinstri höndin fellur með síðunni. Hár hans fellur dökkleitt yfir háu enni. Andlit hans er ekki eins breiðleitt og maður kynni að búast við, en einkum er munnsvipurinn ólíkur því, sem við eigum að venjast á Lúthers-myndum. Samt er við nánari athugun ekki hægt að ganga fram hjá því, að margir drættir eru líkir með þessari mynd og kop- arstungu Jan Diriks (f. hl. 17. aldar) af Lúther og Melanchton eftir fyrirmyndum frá Cranach yngra (6. mynd). Þessi koparstunga er lík mörgum þeim fyrirmyndum, sem snikkarar höfðu við hendina, er þeir skyldu vinna verk eins og þennan prédikunarstól. Þar að auki getur þessi koparstunga gefið vísbendingu um hugsanlega fimmtu mynd á stólnum, sem hefði vel getað verið af Filippusi Melanchton. Þeir vinirnir voru oft hafðir saman í lútherskri helgimyndahefð þess- ara ára. Það er áreiðanlega engin tilviljun, að stóll þessi er gefinn Hólma- kirkju sama ár og Marteinn kaupmaður var gerður að borgarráðs- manni í Kaupmannahöfn. Þarna hefur Marteinn séð um að gefa kirkju mynd af hinum góða nafna sínum, Marteini Lúther. Næstu þrjár myndirnar eru biblíumyndir. Hefð þeirra er miklu lengri en Lúthers-myndarinnar í kristinni helgilist. Frá fornu fari hafa hlaðizt umhverfis ákveðnar persónur sérstök einkenni, sem ann- að tveggja eru sótt til Biblíunnar eða þess fjölda helgisagna, sem mynduðust um hina helgu menn. Þessi einkenni urðu tákn, sem almenningur gat þekkt hinn helga mann á. Þessi tákn héldu gildi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.