Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Síða 114
114
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
en engar frá seinni hluta sautjándu aldar og byrjun þeirrar átjándu.
Þær Lúthersmyndir, sem nú eru varðveittar á Norðurlöndum eru
flestar frá 16. öld eða lok 19. aldar (B50 ára afmæli siðbótarinnar).
Líklegt má þó telja, að fleiri myndir hafi verið málaðar á prédikun-
arstóla og minningartöflur á 17. öld, þótt þær hafi ekki varðveitzt.
Hugsanlegt er að breyttir tímar hafi stuðlað að því, að yfir mynd-
irnar hafi verið málað. Algengustu fyrirmyndir Lúthersmyndanna
voru koparstungur, sem gerðar voru eftir hinum ýmsu myndum
hinna frægu Cranach-feðga af siðbótarmanninum. Algengasta efni
Lúthersmynda sautjándu aldar víðsvegar um Evrópu, er byggt
á mynd frá verkstæði Chranachs yngra, þar sem sjá má Lúther á efri
árum, þar sem hann heldur á bók (Biblíunni) og horfir aðeins til
hliðar fram hjá áhorfendum.
Hólma-Lúther er eldri maður klæddur síðri og svartri doktors-
kápu. Aðeins sést grilla í skó hans undir hempunni. Um hálsinn hef-
ur hann hvítan kraga, sem er 17. aldar tízka og allólík myndum frá
16. öld. 1 hægri hendinni heldur hann á bók (Biblíunni), en vinstri
höndin fellur með síðunni. Hár hans fellur dökkleitt yfir háu enni.
Andlit hans er ekki eins breiðleitt og maður kynni að búast við, en
einkum er munnsvipurinn ólíkur því, sem við eigum að venjast á
Lúthers-myndum. Samt er við nánari athugun ekki hægt að ganga
fram hjá því, að margir drættir eru líkir með þessari mynd og kop-
arstungu Jan Diriks (f. hl. 17. aldar) af Lúther og Melanchton eftir
fyrirmyndum frá Cranach yngra (6. mynd). Þessi koparstunga er
lík mörgum þeim fyrirmyndum, sem snikkarar höfðu við hendina, er
þeir skyldu vinna verk eins og þennan prédikunarstól. Þar að auki
getur þessi koparstunga gefið vísbendingu um hugsanlega fimmtu
mynd á stólnum, sem hefði vel getað verið af Filippusi Melanchton.
Þeir vinirnir voru oft hafðir saman í lútherskri helgimyndahefð þess-
ara ára.
Það er áreiðanlega engin tilviljun, að stóll þessi er gefinn Hólma-
kirkju sama ár og Marteinn kaupmaður var gerður að borgarráðs-
manni í Kaupmannahöfn. Þarna hefur Marteinn séð um að gefa
kirkju mynd af hinum góða nafna sínum, Marteini Lúther.
Næstu þrjár myndirnar eru biblíumyndir. Hefð þeirra er miklu
lengri en Lúthers-myndarinnar í kristinni helgilist. Frá fornu fari
hafa hlaðizt umhverfis ákveðnar persónur sérstök einkenni, sem ann-
að tveggja eru sótt til Biblíunnar eða þess fjölda helgisagna, sem
mynduðust um hina helgu menn. Þessi einkenni urðu tákn, sem
almenningur gat þekkt hinn helga mann á. Þessi tákn héldu gildi