Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Síða 162
162
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
áratugi, var tekið niður um óákveðinn tíma, samkvæmt leyfi mennta-
málaráðuneytisins, og bókasafnið flutt þangað í staðinn. Vaxmynda-
safnið hefur ekki haft nein skilyrði til endurnýjunar og hefur verið
að kalla algerlega óbreytt frá fyrstu tíð. Margar myndirnar voru
farnar að láta allmikið á sjá, einkum vegna upplitunar og hnjasks,
en fjárhagslegur möguleiki enginn að endurnýja né bæta við mynd-
um. Vegna mikilla og ört vaxandi þrengsla í bókasafninu, sem var
til húsa í litlu herbergi í turni, var nauðsynlegt að fá því aukið hús-
pláss, og reyndist þetta hentugasta leiðin. Rifjað skal upp að Vax-
myndasafnið var aldrei afhent safninu formlega, heldur aðeins sýnt
þar til bráðabirgða að tilmælum menntamálaráðherra.
Bókasafnið hefur mjög aukizt undanfarin ár, enda hefur verið
keypt til þess talsvert bóka, en aðalbókaaukinn kemur þó í skiptum
fyrir Árbók fornleifafélagsins, sem er í rauninni málgagn safnsins.
— Voru nú pantaðar bókahillur frá Danmörku og settar upp í hinu
nýja bókasafni og fyrir áramótin var hægt að hefjast handa um
flutning safnsins. Munu þessar úrbætur duga um nokkurt árabil,
enda reynt að nýta rýmið svo vel sem kostur var. Sést nú gleggst
þegar safnið er sett eðlilega upp, hve mikið það er að vöxtum, enda
reynist nú unnt að sameina í því bókasöfn Andrésar Johnsons og
Gunnars R. Hansens, sem Þjóðminjasafnið erfði fyrir nokkrum ár-
um.
Árni Björnsson safnvörður hefur samið eftirfarandi greinargerð
um starfsemi þjóðháttadeildar á árinu:
„Starfsemi þjóðháttadeildar hefur verið með líkum hætti og und-
anfarin ár, enda vart mikilla breytinga að vænta, meðan engar breyt-
ingar verða á starfskröftum. Hvort sem það á við í skýrslu eður
ei, tel ég rétt, að sú sjálfsagða skoðun komi hér fram, að árangur
þessa starfs helgast ekki af magni þess fróðleiks, sem lifir með þjóð-
inni, heldur miklu fremur af þeirri áherzlu, sem lögð er á að safna
þessum sama fróðleik. Sem einfalt dæmi skal tekinn fjöldi þeirra
heimilda, sem þjóðháttasafninu barst á árunum 1960-1971, en hann
var í réttri tímaröð: 140, 191, 142, 198, 275, 172, 166, 93, 100, 266,
312, 352. Eftirtektarverð eru hér tvö ris í söfnuninni. Annað er árið
1964, þegar fyrst er ráðinn sérstakur starfsmaður að þessari deild.
Síðan kemur nokkurra ára lægð, sem einvörðungu stafar af því, að
þá er þessi sami starfsmaður notaður til annarra verka við safnið.
Loks hefst annað ris árið 1969, vegna þess að þá er aftur ráðinn
sérstakur maður að deildinni. Þessum seinmetnu heimildum mundi
því vafalítið fjölga um helming, ef helmingi meira væri í lagt.