Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 164

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 164
164 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS eitt hið bezta í viðgerðum á veftum. Að viðgerð lokinni var kápan sýnd á sýningunni Islandia í safninu, sem síðar getur, en var ekki komin heim fyrir áramót. Þjóðminjavörður Svíþjóðar, Islandsvinur- inn Sven B. F. Jansson, sýndi Þjóðminjasafninu þá velvild að bjóða fram fé úr sænskum sjóði til viðgerðarinnar, sem varð alldýr, og varð því viðgerðin safninu að kostnaðarlausu. Statens historiska museum hefur jafnframt boðizt til að yfirfara og gera við fleiri fornar veftir fyrir Þjóðminjasafnið, og er mikils virði að mega eiga von á slíkri aðstoð frá hinu víðþekkta verkstæði þess, enda er þörfin hér brýn fyrir viðgerðir af þessu tagi. Á árinu 1970 gaf Benedikt Magnússon frá Vallá Þjóðminjasafninu gamla bifreið, sem hann átti, Ford-T af árgerð 1923. Þetta var fyrsta slökkvibifreið Akureyrar, kom þangað um 1930, og jafnframt fyrsta slökkvibifreið utan Reykjavíkur. Var lítillega hafizt handa um að koma henni í upphaflegt horf, og annast Erlendur Halldórsson vél- virkjameistari í Hafnarfirði það verk, en það komst skammt á ár- inu, enda aðeins unnið sem ígripavinna. — Þá tók safnið uppá sína arma eldri Fordbifreið, vörubifreið frá 1917, er Bjarni Erlendsson á Víðistöðum við Hafnarfjörð átti, en þetta mun elzta bifreið í land- inu, aðeins fjórum árum yngri en fyrstu Fordbifreiðarnar, sem komu til landsins. Verður reynt að koma þessari bifreið í stand á næstu árum, enda er nú fyllilega kominn tími til að huga að upphafi tækni- aldar í landinu. Hér er enn ekkert tæknisafn og verður því Þjóðminja- safnið að gera það sem á annað borð verður gert á því sviði. Enn var haldið áfram viðgerðum safnhússins, og var einkum unnið í raflögnum og pípulögnum. Þá var undirbúningur hafinn að viðgerðum glugga og þakskeggs á austurhlið og vinnupallar reistir við húshliðina, en ekki var hafizt handa um þær framkvæmdir á árinu. Á safnið kom á árinu Peter H. Bennett frá stjórnardeild þeirri í Ottawa í Kanada er annast söguleg minnismerki og var hann á ferð til Norðurlanda vegna stofnunar ráðgefandi nefndar um L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi. Bað hann þjóðminjavörð taka sæti í þeirri nefnd af Islands hálfu, en auk þess eiga norskir, sænskir og danskir fornleifafræðingar sæti í henni auk Kanadamanna. Hafa Kanadamenn uppi ráðagerðir um stofnun safns þar vestra og vilja hafa víkingaaldarfræðinga sér til ráðuneytis, svo og um frekari rann- sóknir á svæðinu og framtíðarskipulag þess.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.