Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Side 169

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Side 169
SKÝRSLA UM MÖÐMINJASAFNIÐ 1971 1G9 miklir seyðar í gólfi, en ekki var með vissu hægt að segja til um ald- urinn, en þó varð vart klébergs, sem bendir ótvírætt til að hér geti verið um minjar frá landnámsöld að ræða. Rannsóknunum verður fram haldið sumarið 1972. Þá var hafizt handa um rannsóknir á hinu gamla bæjarstæði Reykjavíkur, en lengi hefur verið reynt að fá útlenda sérfræðinga til aðstoðar í því máli. Þegar sýnt þótti, að Norðmenn, sem dregizt höfðu á að aðstoða við rannsóknina, myndu ekki geta komið því við, var leitað til Svíþjóðar og fyrir milligöngu Olovs Isaksson safnstjóra í Statens historiska museum í Stokkhólmi kom hingað Bengt Schön- báck safnvörður um vorið til athugunar á staðnum, og að því búnu tók hann að sér ásamt konu sinni Else Nordahl, sem einnig er fornleifafræðingur, að sjá um rannsóknirnar.v Hafizt var handa um mánaðamótin júní—júlí og unnið fram um miðjan ágúst. Var rannsakaður grunnurinn þar sem húsið Aðal- stræti 18 (Uppsalir) stóð til skamms tíma og komu þar í ljós bygg- ingarleifar frá landnámsöld, að vísu mjög ógreinilegar, en þó sáust skýrt torfmoldir með öskulagi, landnámslaginu svonefnda, sem fall- ið hefur nálægt árinu 900 að áliti jarðfræðinga. Af Þjóðminjasafns- ins hálfu tók Þorkell Grímsson þátt í rannsóknunum, en hann hafði áður unnið að frumrannsóknum á svæðinu ásamt Þorleifi Einarssyni, jarðfræðingi, sem einnig fylgdist með rannsóknunum, en Grétar Guðbergsson jarðfræðinemi gerði reglubundnar jarðfræðiathuganir á staðnum. I rannsóknunum tóku þátt nokkrir fornfræðinemar svo og verkámenn. Þær voru kostaðar af Reykjavíkurborg og verður fram haldið þar til svæðið er fullrannsakað. í ferð sinni til Hornafjarðar í marz skoðaði þjóðminjavörður hina gömlu kirkju að Hoffelli, sem enn stendur þar sem skemma. Kirkjan var reist á síðara hluta síðustu aldar en var af tekin sem kirkja um 1895. Síðan hefur hún verið notuð sem geymsluhús og um 1924 var steypt utan um hana, bæði veggir og þak, en fyrir bragðið hefur liúsið fúnað mjög. Það er þó óbreytt að kalla og allmerkilegt, einfalt og turnlaust kirkjuhús, og enn eru þar allmargir gripir kirkjunnar, meðal annars prédikunarstóll og altari. Bóndinn í Hoffelli, Helgi Guð- mundsson, hefur mikinn hug á að gera við kirkjuna og koma henni í upphaflegt horf og er vissulega mikil ástæða til að varðveita þetta hús, hvern hlut sem Þjóðminjasafnið getur lagt þar að máli. í júní var tekin ofan gömul baðstofa á Gilá í Vatnsdal og við- irnir teknir til geymslu í safninu með það fyrir augum, að setja megi baðstofuna saman síðar og hafa sem sýningargrip. Baðstofa þessi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.