Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Síða 169
SKÝRSLA UM MÖÐMINJASAFNIÐ 1971
1G9
miklir seyðar í gólfi, en ekki var með vissu hægt að segja til um ald-
urinn, en þó varð vart klébergs, sem bendir ótvírætt til að hér geti
verið um minjar frá landnámsöld að ræða. Rannsóknunum verður
fram haldið sumarið 1972.
Þá var hafizt handa um rannsóknir á hinu gamla bæjarstæði
Reykjavíkur, en lengi hefur verið reynt að fá útlenda sérfræðinga til
aðstoðar í því máli. Þegar sýnt þótti, að Norðmenn, sem dregizt
höfðu á að aðstoða við rannsóknina, myndu ekki geta komið því við,
var leitað til Svíþjóðar og fyrir milligöngu Olovs Isaksson safnstjóra
í Statens historiska museum í Stokkhólmi kom hingað Bengt Schön-
báck safnvörður um vorið til athugunar á staðnum, og að því
búnu tók hann að sér ásamt konu sinni Else Nordahl, sem einnig er
fornleifafræðingur, að sjá um rannsóknirnar.v
Hafizt var handa um mánaðamótin júní—júlí og unnið fram um
miðjan ágúst. Var rannsakaður grunnurinn þar sem húsið Aðal-
stræti 18 (Uppsalir) stóð til skamms tíma og komu þar í ljós bygg-
ingarleifar frá landnámsöld, að vísu mjög ógreinilegar, en þó sáust
skýrt torfmoldir með öskulagi, landnámslaginu svonefnda, sem fall-
ið hefur nálægt árinu 900 að áliti jarðfræðinga. Af Þjóðminjasafns-
ins hálfu tók Þorkell Grímsson þátt í rannsóknunum, en hann hafði
áður unnið að frumrannsóknum á svæðinu ásamt Þorleifi Einarssyni,
jarðfræðingi, sem einnig fylgdist með rannsóknunum, en Grétar
Guðbergsson jarðfræðinemi gerði reglubundnar jarðfræðiathuganir
á staðnum. I rannsóknunum tóku þátt nokkrir fornfræðinemar
svo og verkámenn. Þær voru kostaðar af Reykjavíkurborg og verður
fram haldið þar til svæðið er fullrannsakað.
í ferð sinni til Hornafjarðar í marz skoðaði þjóðminjavörður hina
gömlu kirkju að Hoffelli, sem enn stendur þar sem skemma. Kirkjan
var reist á síðara hluta síðustu aldar en var af tekin sem kirkja um
1895. Síðan hefur hún verið notuð sem geymsluhús og um 1924 var
steypt utan um hana, bæði veggir og þak, en fyrir bragðið hefur
liúsið fúnað mjög. Það er þó óbreytt að kalla og allmerkilegt, einfalt
og turnlaust kirkjuhús, og enn eru þar allmargir gripir kirkjunnar,
meðal annars prédikunarstóll og altari. Bóndinn í Hoffelli, Helgi Guð-
mundsson, hefur mikinn hug á að gera við kirkjuna og koma henni
í upphaflegt horf og er vissulega mikil ástæða til að varðveita þetta
hús, hvern hlut sem Þjóðminjasafnið getur lagt þar að máli.
í júní var tekin ofan gömul baðstofa á Gilá í Vatnsdal og við-
irnir teknir til geymslu í safninu með það fyrir augum, að setja megi
baðstofuna saman síðar og hafa sem sýningargrip. Baðstofa þessi