Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Side 173

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Side 173
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1971 173 setningu kvenbúninga. Húsakynni safnsins ei’u að sönnu ekki stór, enda safnið smátt í sniðum enn sem komið er, en þetta er hið prýði- legasta sýningarsafn og snyrtilega fyrir komið. Það, sem mesta at- hygli vekur, eru smíðaáhöld Þórðar blinda Jónssonar á Mófellsstöð- um, sem sett eru upp í herbergi sem líkustu smíðastofu hans, svo og flygill Boilleau baróns á Hvítárvöllum, en allmargt er einnig út- skorinna hluta og smærri búshluta. Safnið hafði reyndar verið sýnt nokkur ár í liúsakynnum Kaup- félags Borgfirðinga, en bjó þar við þröng og erfið skilyrði, enda aðsókn ekki mikil þar. — Viðstödd opnunarathöfnina voru forseta- hjónin, dr. Kristján Eldjárn og Halldóra Eldjárn og flutti forset- inn safninu árnaðaróskir í hófi að athöfn lokinni. Þjóðminjavörður flutti einnig stutta ræðu við það tækifæri. Safnvörður hefur verið ráðinn Bjarni Bachmann kennari, og annast hann einnig skjala- og bókasafnið. Á Hornafirði hefur verið lagður grundvöllur að byggðasafni fyrir Austur-Skaftafellssýslu, sem sett verður að Höfn. Þjóðminjavörður dvaldist á Hornafirði dagana 16.—23. marz að beiðni byggðasafns- nefndar og ferðaðist um héraðið. Kom í ljós, að þar er víða til all- margt góðra gripa, einkum smíðisgripa af málmi, sem Skaftfellingar hafa lengi verið þekktir fyrir. Virtist svo sem þarna mætti koma upp prýðisgóðu safni, ef til vill ekki stóru en mjög frambærilegu. Varð að ráði að fá Þórð Tómasson safnvörð í Skógum til að fara söfnun- arferðir um héraðið. Kaupfélag Honlfirðinga hefur boðið byggðasafninu gamalt verzl- unarhús, sem mun vera fyrsta hús á Höfn og jafnframt síðasta hús á hinum gamla verzlunarstað Papós, en þaðan var það flutt um 1895, er byggð lagðist þar af. Húsið er allmerkilegt, einkum sem sölubúð, og mætti þar innrétta sölubúð að nýju og einnig hagnýta húsið að öðru leyti sem safnhús, og var samþykkt að byggðasafns- nefnd ynni að því máli, en líklega þarf að flytja húsið á annan stað vegna skipulags kauptúnsins, en það stendur niðri við höfnina á aðalathafnasvæði þorpsins. Önnur byggðasöfn störfuðu með sama hætti og áður. Aðsókn var víða allmiklu meiri en áður, enda var tíðarfar óvenjugott og ferða- lög manna mikil innanlands. Framlög ríkisins til byggðasafna námu kr. 850 þús. á fjárlögum. Fór allmikið af þeirri upphæð til að greiða lögboðinn hluta gæzlu- launa við söfnin, en byggingarstyrkur skiptist þannig: Byggðasafn Borgarfjarðar kr. 150.000,00.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.