Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Qupperneq 173
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1971
173
setningu kvenbúninga. Húsakynni safnsins ei’u að sönnu ekki stór,
enda safnið smátt í sniðum enn sem komið er, en þetta er hið prýði-
legasta sýningarsafn og snyrtilega fyrir komið. Það, sem mesta at-
hygli vekur, eru smíðaáhöld Þórðar blinda Jónssonar á Mófellsstöð-
um, sem sett eru upp í herbergi sem líkustu smíðastofu hans, svo
og flygill Boilleau baróns á Hvítárvöllum, en allmargt er einnig út-
skorinna hluta og smærri búshluta.
Safnið hafði reyndar verið sýnt nokkur ár í liúsakynnum Kaup-
félags Borgfirðinga, en bjó þar við þröng og erfið skilyrði, enda
aðsókn ekki mikil þar. — Viðstödd opnunarathöfnina voru forseta-
hjónin, dr. Kristján Eldjárn og Halldóra Eldjárn og flutti forset-
inn safninu árnaðaróskir í hófi að athöfn lokinni. Þjóðminjavörður
flutti einnig stutta ræðu við það tækifæri.
Safnvörður hefur verið ráðinn Bjarni Bachmann kennari, og
annast hann einnig skjala- og bókasafnið.
Á Hornafirði hefur verið lagður grundvöllur að byggðasafni fyrir
Austur-Skaftafellssýslu, sem sett verður að Höfn. Þjóðminjavörður
dvaldist á Hornafirði dagana 16.—23. marz að beiðni byggðasafns-
nefndar og ferðaðist um héraðið. Kom í ljós, að þar er víða til all-
margt góðra gripa, einkum smíðisgripa af málmi, sem Skaftfellingar
hafa lengi verið þekktir fyrir. Virtist svo sem þarna mætti koma upp
prýðisgóðu safni, ef til vill ekki stóru en mjög frambærilegu. Varð
að ráði að fá Þórð Tómasson safnvörð í Skógum til að fara söfnun-
arferðir um héraðið.
Kaupfélag Honlfirðinga hefur boðið byggðasafninu gamalt verzl-
unarhús, sem mun vera fyrsta hús á Höfn og jafnframt síðasta hús
á hinum gamla verzlunarstað Papós, en þaðan var það flutt um
1895, er byggð lagðist þar af. Húsið er allmerkilegt, einkum sem
sölubúð, og mætti þar innrétta sölubúð að nýju og einnig hagnýta
húsið að öðru leyti sem safnhús, og var samþykkt að byggðasafns-
nefnd ynni að því máli, en líklega þarf að flytja húsið á annan stað
vegna skipulags kauptúnsins, en það stendur niðri við höfnina á
aðalathafnasvæði þorpsins.
Önnur byggðasöfn störfuðu með sama hætti og áður. Aðsókn var
víða allmiklu meiri en áður, enda var tíðarfar óvenjugott og ferða-
lög manna mikil innanlands.
Framlög ríkisins til byggðasafna námu kr. 850 þús. á fjárlögum.
Fór allmikið af þeirri upphæð til að greiða lögboðinn hluta gæzlu-
launa við söfnin, en byggingarstyrkur skiptist þannig:
Byggðasafn Borgarfjarðar kr. 150.000,00.