Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Qupperneq 174
174
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Byggðasafn Þingeyinga, Húsavík, kr. 100.000,00.
Byggðasafn Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga, kr. 30.535,87.
Hús Bjarna Sívertsens, Hafnarfirði, kr. 100.000,00.
Alls eru þetta kr. 380.035,87, sem greitt var sem byggingarstyrkur,
en gæzlulaun verða eðlilega stærri liður ár frá ári með hækkuðum
launagjöldum.
Safnmannafundur 1971.
Árið 1968, er haldinn var fundur norrænna safnmanna í Stokk-
hólmi, bauð Island til fundar, sem haldinn skyldi 1971. Fundir þessir
eru haldnir á þriggja ára fresti, en þeir hafa ekki verið haldnir hér
fyrr og kemur þar til fámenni í safnmannastétt hérlendis og aðrir
erfiðleikar á að halda slíka fundi, sem allajafna eru fjölmennir. Nú
var svo komið, að vegna sífelldra áskorana þótti ekki lengur fært
að skorast undan að halda safnmannafund hér á landi. Hérlendis
hefur ekkert safnmannafélag verið fyrr en nú að það var stofnað
fyrir fundinn. í stjórn þess völdust Þór Magnússon form., dr. Selma
Jónsdóttir ritari og Árni Björnsson gjaldkeri, en í undirbúnings-
nefnd fundarins Þór Magnússon, Gísli Gestsson og Árni Björns-
son.
Til fundarins veitti Norræni menningarmálasjóðurinn styrk að
upphæð kr. 372.738,70 og Alþingi styrk að upphæð kr. 200 þús.
Fundurinn hófst 16. ágúst og stóð til 20. ágúst og voru fundir
haldnir í Norræna húsinu, en áherzla var lögð á að kynna hinum
erlendu gestum land og þjóð og því var farið í allmargar skoðunar-
ferðir og söfnin heimsótt. Forseti Islands bauð þátttakendum til
síðdegisboðs til Bessastaða, menntamálaráðherra hafði boð í Hótel
Valhöll á Þingvöllum og Reykjavíkurborg í Höfða. Var einnig farið
í skoðunarferð um Reykjavík, farið til Þingvalla, Gullfoss og Geysis
og í Þjórsárdal og þar bauð Landsvirkjun til síðdegisverðar við
Búrfell.
Eftir fundinn var farið í 3 og 4 daga ferðir, aðra um Suðurland,
sem Gísli Gestsson var leiðsögumaður í og hina um Norðurland, og
voru Árni Björnsson og Þór Magnússon leiðsögumenn í þeirri ferð.
Þátttakendur á fundi þessum voru 138 alls, 31 frá Danmörku, 25
frá Finnlandi, 33 frá Noregi, 42 frá Svíþjóð og 7 frá íslandi. Þótti
fundurinn og ferðirnar í sambandi við hann takast vel og voru hinir
erlendu gestir, sem fæstir höfðu komið hingað áður, mjög ánægðir
með komuna.