Heimskringla - 25.09.1946, Page 25

Heimskringla - 25.09.1946, Page 25
60 ára a£ssi^lislbla<S 25. september 1946 UM KYRRAHAFSFERÐ Það er ef til vill í frásögur fær- andi að hafa lokið því að ferðast bílleiðis frá hafi til hafs í gegn um Bandaríkin og má eflaust ýmislegt frá því ferðalagi segja. Um austurferðina til Boston 1940 skrifaði séra Guðmundur Áma- son í Heimskrinlgu rækilega, og hefi eg engu hér við það að bæta. En á síðastliðnu hausti, var vest- urferðin hafin með því að við hjónin, ásamt tveim ungum mönnum lögðum af stað 9. nóv., í kafalds ófærð og vestanroki, suður fyrir landamærin. Ungu mennirnir voru Sveinbjörn son- ur okkar og Carl Goodman frá Selkirk; hafði sá síðarnefndi ráðist til ferðarinnar alla leið vestur, en Sveinbjörn einungis fengið leyfi til að fara til Ro- chester. Þó illa viðraði, gekk ferðin slysalaust suður, og lentum við á gistilhúsi í Grand Forks það kvöld, en þáðum árbit og nutum ánægjulegrar stundar hjá dr. og frú Riohard Beck, áður en haldið var áfram í góðu veðri yfir snjó- lausar sléttur Minnesota á leið til Minneapolis. í þeirri borg áttum við vinum að mæta eins og áður, og dvöldum við þar í nokkra daga hjá Mr. og Mrs. Tryggvi Athelstan, sem gáfu okkur kost á því að mæta þar mörgu námsfólki frá íslandi. — Áttum við þar einnig mjög á- nægjulega heimsókn til Mr. og Mrs. Bill Erickson, þar sem svo margt íslenzkt námsfólk hefir dvalið á liðnum árum. Var Bill kátur og skemtilegur eins og honum var svo eðlilegt að vera, og átti eg sízt von á því að hann myndi hverfa svo fljótt af sjón- arsviðinu og raun varð á. Er hans sárt saknað af öllum, sem þektu hann og þá ekki sízt af þvi íslenzka námsfólki, sem um langt skeið hefir kallað heimili þeirra hjóna sitt annað heimili. “En það er huggun harmi gegn að hann var bezti drengur.” Frá Minneapolis var svo hald- ið suður til Rochester og liggur þjóðbrautin þar yfir afar fagurt 'og frjósamt land, yfir dali og hæðir þar, sem útsýn er mjög fögur. Rochester situr inni í miðju landi umkringd af afar | frjósömum kornlöndum. — Er borgin fyrir löngu heimsfræg j fyrir Mayo Clinic, sem á liðnum {árum hefir orðið einskonar þrautalending fyrir sj úklinga víðsvegar að og mörgum hefir orðið að liði. Á þessu ferðalagi vorum við svo heppin að hitta Kristján Jónasson lækni frá Is- landi og frú Önnu, sem tóku okk- ur með hinni mestu alúð og sýndu okkur alt það í borginni, er tími gafst til, og þar á meðal í gegn um hið fræga sjúkrahús Mayos. Hefir Kristján læknir stundað þar áframhaldsnám í þrjú ár, en býst svo við að hverfa aftur heim, er hann hefir lokið því námi. Hittum við þar einnig tvo aðra ísl. lækna að heiman og áttum ánægjulega kvöldstund með þeim. Heita þeir Stefán Ólafsson og Hannes Þórarinsson, báðir mjög efnilegir menn. Eins og fyr er getið þá kynt- umst við nokkrum íslenzkum nemendum í Minneapolis og réð- ist svo til að einn þeirra, Guð- mundur V. Hjálmarsson ákvað að gerast farþegi í bílnum til strandarinnar í heimsókn til HEIMSKRINGLA Þú varst í æsku unaðs gestur minn og enn þá ber þú gleði að húsum mínum. Mér fanst það löngum skerpa skilninginn að skyggnast um hjá mótstæðingum sínum. Og okkar vinskap varð það síst að táli þó værum stundum ekki á sama máli. Og margan greiðann gjört þú hefir mér og gönu-pár mitt fært í manna letur. Eg veit eg skulda skollann allan þér og skrifstofunni, kommur, punkta og setur. Er fljótfærnin og heimskan hug minn villa án hjálpar þinnar færi stundum illa. En skulda krafa engin ógnar mér — sem altaf geng með pyngju og vasa tóma — en seinna, kanske, ef að beljan ber eg “Betala” í ábristum og rjóma. En sú mun léttust leiðin fyrir alla að láta mínar skuldir bara falla. , En þessi drápa er þér til heiðurs gjörð með þakklæti og trú á framtíð þína. Og verði hræ mitt hulið vígðri jörð þú hendir einni grein á þúfu míma. Svo kveð eg þig með kærleikum að sinni og kystu alla á skrifstofunni þinni. Kristján Pálsson frænda síns, Dr. J. S. Árnason í Seattle. Eru þeir bræðra synir, en lítt kunnugir áður. En morg- uninn, sem átti að fara frá Ro- chester hafði Guðm. einhverra hluta vegna ekki náð lestinni og varð því að fá sér flugfar, sem rétt náði í tíma áður en lagt var upp í vesturferðina. Var auð- vitað fagnað yfir því að fá þenna samferðamann, enda reyndist hann hið bezta. Var hann sí- skrifandi hverja stund og þætti mér ekki ólíklegt að eitthvað af því ætti eftir að birtast síðar meir. Frá Rochester liggur leiðin inn í Iowa og þaðan í gegn um Ne- braska-ríkið, þar sem við áttum enn nýjum vinum að fagna. í smáþorpi, sem nefnist North Piatte, býr ein af okkar merki- legu íslenzku konum. Er það kvenlæknirinn Harriet McGraw. Var hún um 30 ára skeið eini læknirinn í McPherson County og er það landsvæði 864 fermílur að stærð og veglaust víða. Var hún fyrst búsett í smábæ, sem Tryon nefnist og varð meðal ann- ars til þess að koma þessu þorpi á landabréfið. Dr. McGraw er fædd á Islandi og kom vestur á 6. ári með foreldrum sínum. sem hún misti stuttu síðar. Hvemig svo hún komst inn á þá braut, sem hún hefir gengið, er of löng saga til að birta hér. En hún hefir með starfi sínu ekki ein- ungis áunnið sér virðingu og hylli síns héraðs, heldur hefir hún hlotið viðurkenningu allrar þjóðarinnar fyrir samvizkusemi og dugnað í starfinu. Hún heitir Hrefna Finnbogadóttir, og voru foreldrar hennar Finnbogi Guð- mundsson og Margrét Benedikts- dóttir frá Tindum í Dalasýslu.j Er hún fædd 24. apríl 1875 og mun hafa fluzt vestur í kring um 1880. Það er löng og torsótt leið fyr • ir stúlkubam 5 ára munaðar- J leysingja í Winnipeg, að því tak- j marki að vera í heiðursheimboði j í Hvíta húsinu, hjá frú forsetans, j sem er verðug viðurkenning fyr- ir óvenjulega mikilsvert æfi- starf. Hrefna litla Finnboga- dóttir gerði þetta, og hún vigtar ekki yfir 100 pund á venjulega vog. En hún vigtar margfalt meir í athafnalífi þjóðarinnar og þá ekki síður í okkar litla ís- lenzka þj óðarbröti hér vestra. — Fyrir sitt mikla starf hefir hún fengið viðurnefnið “engill slétt- unnar” í McPherson County; því þar á hún ítök, sem varanlegt gildi hafa í sögu þjóðarinnar, á þeirri braut, sem Dr. Helgi Pét- urs hefir útskýrt manna bezt og kallar lífsstefnu. Er hennar trú, á hendur, sem vinna, heila, sem hugsar og hjarta, sem elskar. Er þetta letrað stóru letri á vegg læknisstofu hennar. Eg tel það lán að hitta þessa merkiskonu heima, og fá þannig tækifæri á að kynnast henni. — Hún ræður yfir óvenjulegu lífs- fjöri og alúðin er al-íslenzk 1 eðli sínu. Málið kann hún enn, og lýsir ánægju sinni yfir því* að hafa tækifæri til að tala íslenzku við okkur, og til Islands verður hún að fara eins fljótt og ástæð- ur leyfa. Merkilegur kjarkur, sjálfstæði, heilbrigði í hugsun og hreyfingum hlýtur að vekja að- dáun hjá manni á þessari per- sónu, við fyrstu kynni, og vafa- laust á Fjallkonan hér eina af sínum merkustu dætmm hvar, sem litið verður í sögu þjóðar- innar í gegn um aldimar. Á heimili hennar undum við hið bezta og hálfur dagur sem við dvöldum þar var horfinn áður en okkur varði. En þaðan fómm við með góðar minningar, sem ekki munu fyrnast greiðlega, og oft var hennar minst á ferðalag- inu og jafnan síðar, eins og verð- ugt er. Er nú haldið inn í Wyoming og þaðan til Salt Lake City, Utah, þar sem við fundum ýmislegt til að athuga. Varð það okkar fyrsta verk að leita að íslenzkum nöfn- um í símabókinni, og réðum af að síma til próf. Beamson, sem við þóttumst viss um að myndi vera af íslenzkum aðli. Reýndist það og rétt vera og reyndist hann í alla staði íslenzkur að öðm leyti en því, að hann kunni ekki orð í málinu. Er hann maður um sextugt og höfðu foreldrar hans bæði komið frá Islandi. Var hann eftir fyrstu kynningu, okk- ar önnur hönd í öllu og vildi alt fyrir okkur gera: sýndi okkur gegn um háskólann og gerði !okkur kunnug formanni skólans og ýmsum öðmm kennurum. — Fór hann síðan með okkur til frænku sinnar, sem Mrs. Carter nefnist (alíslenzk líka; heitir Framh. á 28. bls. mmmmmmimmmmmíi Er kaupandi að allskonar canadiskum framleiðsluvörum. Sendið verðlista ásamt sýnishornum eða myndlistum. Buyer of all kinds of Canadian products and manufactured goods. Send price list and samples or illustrated catalogue. ÁSBJÖRN ÓLAFSSON HEILDARVERZLUN, P.O. Box 1003, REYKJAVIK, ICELAND r r cdóbjötn Olafaóon heildverzlun P. 0. Box 1003, Reykjavík, Iceland. rnwwrnmrnwisfwmmmwwmmímmmwmmmwmm'mmwmwwmmmwm ■i *WMÍ\?éMÍ\wííVÍvi rmm

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.