Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Qupperneq 4

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Qupperneq 4
6 um er leyft að koma til leiðar í heiminum, utan heimila sinna og án þess að vanrækja þau. En þegar jeg renndi huganum yfir ástand íslenzku þjóðarinnar núna, fannst mjer að vjer sjálfar standa á vegamótum og oss lægi næst að spyrja sjálfar oss hvað vjer ættum að gjöra og hvert vjer ættum að stefna göngu vorri. Jeg er hrædd um að þær konur sjeu til á Islandi, sem líta á ritgjörð þessa með óbeit, af því þær sjáaðhún muni stefna að því, semköll- uð er »politik«. Þetta orð hefur svo opt verið rangfært og misbrúkað hjá oss, einkum gagn- vart kvennfólkinu, að það er orðið hrætt við það, heldur að það hafi einhverja háðung í för með sjer eða í öllu falli sje varlegast fyrir kvennmenn að forðast þetta, sem kallast politik. Af því að það er æfinlega hætt við, að vjer lítum ekki með fullri sanngirni á menn eða mál- efni, sém vjer höfum fyrirfram óbeit á, ætla jeg að byrja á því að skýra orðið politik og eðli- lega afstöðu kvennmannsins gagnvart því, og vil jeg að lesendur sjái, að enginn kvennmaður, sem hefur gjört sjer grein fyrir því að hún sje vera með andlegum eiginlegleikum, sem eru sameigin- legir öllum mönnum, geturlátið »politik« hlutlausa, þegar það orð er rjett skilið. Þetta gildir eink- um um hina svokölluðu „stórpolitik". Orðið »politik« táknar í sjálfu sjer öll mál- efni, er hagi þjóðar eða fjelags varða, á þeim

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.