Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 9

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 9
II annarstaðar hafa haft. í þeim skóla hafa þær lært að þekkja sjálfar sig og sjá að þær höfðu krapta og skyldur til að taka þátt í öllurt? fram- sóknar-tilraunum mannkynsins, og ryðja nýjar brautir yfir vegleysur eymdar og spillingar, er enginn hafði treystst að leggja út á áður. En þó íslenzkar konur hafi farið á mis við þetta upp- eldi, held jeg að þærstandi jafnvel betur að vígi en aðrarkonur þegar ræða erum afskipti af stjórn- málum landsins. Málefni vor íslendinga eru ein- föld og óbrotin, og íslenzkar konur hafa átt betri kost á því að fylgja því sem hjer hefur farið fram, en konur annarstaðar. Jeg gjöri hjer ráð fyr- ir þeirri þekkingu á málum landsins, sem at- kvæðisbærum mönnum er ætlað að hafa og þessarar þekkingar er jeg sannfærð um að hver meðalgreind kona, með meðalgóðum ástæðum, getur aflað sjer. Það er ekki til neins að dyljast þess, að sá tími fer í hönd að gjört verði út um frelsis- kröfur Islendinga og að þjóðin verður fyrir næsta þing að lýsa yfir vilja sínum svo skýrt og skil- merkilega, að enginn geti, hvað mikið sem hann kynni að langa til þess, sagt, að hann vissi ekki hvað hún vildi. Vjer höfum sem þjóð margs að iðrast og bera kinnroða fyrir, en þó eru þær tilraunir, er gjörðar hafa verið á síðasta sumri til að láta Island afsala sjer rjetti sínum að lög- um, fárra manna verk. Þjóðin getur þvegið hend-

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.