Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 31

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 31
33 neskum kvennhöfundum ber einkum á skap- andi krafti og á hinu æsta en þó heilbrigða geðs- lagi landsins dætra. Önnur hlið eðlis þeirra, hin hagsýna og tápmikla starfslöngun, kemur bezt í ljós á öðru andlegu verksviði, þar sem starf þeirra hefur heppnazt vel. Þær starfasem læknar, kennslukonur og sem meðlimir í ýmiss konar félagslegum stofnunum. Læknislistina var þeim fyrst leyft að stunda, og þær hafa reynzt svo góðir læknar, að þær hafa gert bæði sjálfum sér og hinum framsýnu löggjöfum mesta sóma, og það því fremur sem þær hafa hlotið að berjast við ýmsa örðugleika. Læknaskóli handa konum var stofnsettur í Pétursborg 1870; þangað til höfðu þær lært erlendis, einkum í Ztir- ich. Þessi skóli starfaði í 10 ár, en lagðist svo niður 1880; en nú á seinni árum hafa menn með frjálsum gjöfum tryggt þessu fyrirtæki á lagalegan hátt allmikinn höfuðstól, og það er á- kveðið, að skólinn taki aftur til starfa 1898. Auk þess að lækna almúgann upp til sveita, hafa þessar huguðu, hjálpfúsu, ungu konur heillavænleg, siðferðisleg áhrif á hann, og sama er að segja um kennslukonurnar, sem ef til vill eiga að berjast við enn meiri örðugleika og hleypidóma. Það er oft örðugt að fá obinbert leyfi til að setja á stofn skóla, og peningaleysi er því sízt til fyrirstöðu, þar eð margir vilja styrkja 3

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.