Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 37

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 37
39 móðurástinni, en hún er að því leyti frábrugðin allri annari ást, að hún er sjálfri sér nóg og þarfnast hvorki endurgjalds né endurástar til þess að geta lifað og borið blómleg aldini. Auk hinnar miklu blíðu og viðkvæmni, sem gerir móðurástina svo yndislega, þá er hún sú eina ást, er þrátt fyrir allt og þrátt fyrir allt vill öllu fórna og getur aldrei dáið, og það eru einmitt þessi einkenni hennar, sem hafa vakið aðdáun manna á öilum öldum. Hin gullfallega smásaga »Móðirin« eptir H C. Andersen lýsir ágætlega heitri ást móður, sem öllu vill fórna vegna barnsins síns, og í leikritinu »Brand« eptir Ibsen er óviðjafnanlega fögur og hjartnæm lýsing á viðkvaemri móðurást í sárum. Hvort- tveggja er til í íslenskri þýðing og þess vert, að kvennfólkið kynni sjer það. Það er sagt, að allir miklir menn hafi átt góðar mæður. En hver þýðing felst í orðun- um »góð móðir?« Til þess að móðirin geti með rjettu átt þetta nafn, eru tilfinningar henn- ar ekki einhlítar, hversu heitar sem þær eru; hún verður einnig að hafa marga og mikla kosti, einkum þá, er hafa göfgandi áhrif á hina viðkvæmu barnssál. I bernskunni er tilfinningalífið svo næmt, og því er það tíðast, að verkanir þeirra áhrifa, er menn verða þá fyrir, fylgja þeim um langa æfi. Enginn getur haft jafnmikil áhrif á barnið

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.