Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 39

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 39
4i þótt oss hrylli við hryðjuverkum hennar, þá verðum vér að játa, að fornmenn höfðu meiri mætur á sumum dyggðum og meiri óbeit á ýmsum ódyggðum, en almennt tíðkast nú. Vér nútímans konur ættum að leggja stund á að efla, að fornmanna sið, dáð og drengskap hjá börnum vorum og vekja hjá þeim óbeit á ódrengskap, ótryggð og lítilmennsku. Fornald- arblærinn var að mörgu leyti svo hreinn og heilnæmur, að oss væri það enginn skaði, að hann léki meir en nú tíðkast um hin ungu hjörtu á þroskaárunum samfara mildi og mann- úð þessara tíma. Þar eð móðirin hefur öðrum fremur áhrif á huga barna sinna, er það heilög skylda hennar að breyta svo vel, að hún geti verið fögur fyrirmynd þei.rra í hvívetna, en til þess þarf hún að hafa mikla stillingu og sjálfsafneitun. Hún kennir þeim bezt með eptirdæmi sínu, því barnið á miklu hægra með að læra af því, heldur en af fortölum, hversu hollar og skyn- samlegar sem þær kunna að vera. Þýzka heimsskáldið Schiller sagði: s>Virða ber konur, þær vefa og flétta veglegar rósir í jarðarlíf þetta«. Þessi orð mælti einhver hinn göfugasti og bezti maður og einmitt þess vegna ættu þau að vera oss konunum dýrmæt. Vjer ættum, allar að leitast við að verðskulda þau, því engar rós-

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.