Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 51

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 51
53 an hafði ekkert annað fyrir sig að leggja en eptirlaun sárlítil. Það var mikill hamingjudagur þegar Nanna fjekk þessa arðsömu stöðu á skrifstofunni, ■— en engin staða er svo stór, að hún geti ekki erðið þreytandi, þegar hennar er notið frá því að kl. er 8 að morgni til þess hún er 7 að kvöldi árum saman, og Nanna var líka orðin innilega þreytt og langleið, en hún gleymdi þó ekki að gera guði þakkir á hverju kvöldi fyrir þessa miklu hamingju. Hún hafði haft fataskipti og allt var eins og það átti að vera, ekkert vantaði nema gest- inn; það var eins og henni þætti gaman að hugsa til þess, að þær ættu von á gesti. Dyrabjöllunni var hringt í þessu, og hún flýtti sjer til dyranna. Þar var sendisveinn kominn með stórajóla- rós í fanginu, sen? hann átti að færa henni. Hún las nafn sitt á miðanum og þekkti strax löngu og luralegu stafagerðina skrifstofustjórans. • „Það er sem yður sýnist“. Honum skaut upp bak'við sendimanninn, „hún er yður ætluð, ungfrú Bang“. — Hún sómdi sjer vel á grindunum til hlið- ar við skrifborðið; þau hjálpuðust að, að koma henni fyrir, og meðan þau voru að því, var eins og að skrifstofuhamurinn dytti af þeim hvoru fyrir sig.

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.