Fylkir - 01.01.1922, Page 52

Fylkir - 01.01.1922, Page 52
52 Gefur síðastnefnt rit pákvæmí yfirlit yfir vísindastarf Þorvalds Thor- oddsens, einnig ýmsar fréttir frá íslandi og Færeyum, allt prýðilega samið- Er óþarfi að fjölyrða um ofangreind rit. Lesendur þekkja stefnur þeirra og ritstjóra þeirra. Þó má þess geta, að yfirstandandi fjárkreppa og hörm- ungar bæði austan hafs og vestan, eins og heimsófriðurinn, stafa mikið, ef ei mest, af röngum hugsunarhætti, og röngum kenningum. Að útrým* því öllu og hreinsa hinn andlega heim er óefað tilgangur þessara rita, hvernig sem það gengur. Tlmarit Þjóðrœknisfélagsins, útg, í Winnipeg, hefur komið hingað til Akureyrar. Einna merkasta ritgerðin í því, um landnáin íslendinga í Ame- ríku, er að ýmsu leyti ónákvæm og varhugaverð. Höf. skortir .auðsjáan- lega þekking til að segja rétt frá orsökum og atvikum þeim, er beindu öllum þorra íslendinga til Manítóba og Norður-Dakóta og það er líkleg® þekkingarleysi, fremur en hlutdrægni að kenna, að hann telur Einar Hjöf' leifsson einn af stofnendum »HeimskringIu<. Eg hef svarað ritgerðinni • blaðinu »fs!endingur«, s.l. haust og vona að lesendur sÞjóðræknisritsins* taki þá athugasenid til greina og að fréttablöðin vestanhafs segi lesendum sínum frá henni, Ef menn rita sögu þjóðar sinnar, þá verður happadrýgst að hún sé sönn, en ekki ósönn. Bezt ritaða greinin í sama riti er óneit' anlega greinin eftir Ástralíu manninn Wm. Craigie, þó hann meti íslenzk- ar bókmentir einu stigi hærra heldur en þær eiga skilið, enn sem komið et- Eg get ekki alveg leitt hjá mér, nú fremur en fyr, að minnast ögn £ íslenzku tímáritin: Eimreiðina, Iðunn og Andvara, jafnvel þó enginn út- gefenda þeirra hafi sent mér þau í skiftum. Eimreiðin er þessara rita fjölskrúðugust og inniheldur fjölda stuttr* greina, sem hver alþýðumaður getur lesið í frítímum stnum og skilið áfl mikillar umhugsunar. Síðasta heftið flytur æviminningar um Jón Ólafsson ritstjóra, með mynd af sama, örstútta grein um mentalífið í Kína éftir K* T. Sen og sögulegar athugasemdir um Kristnitöku hér á fslandi árið 1000, eftir ritstj. Magnús Jónsson; ennfremur grein »Þjóðgarðart< (o: Lystigarö' ar) eftir Guðni. Davíðsson á Hraununi, einnig grein, »Sjúkrahú*ið á Ak- ureyri*, eftir Steingr. Matthíasson, hjeraðsJækni. — Ritið er vandað að prentun og öllum frágangi. Verð árgangs 10 kr. „fðunn" inniheldur þýðingar úr Dante eftir Á. H. Bjarnason, einmí ferhendur nokkrair, n.l. þýðing á j^væðum Ómars Kayíam Persíska skálds- ins, sém lofar svo mjög gæði víns og ásta, einnig þýðing úr þýzku flfll Einsteins „afstöðukenninguna". „Andvari“ flytur ferðalýsing um Eyafjörð eftir lndriða Einarssön, fist<l' rannsóknir eftir Bjarna'Sæmundsson, og ennfremur þýðing úr norsku flfll »Einsteins kenninguna*! Önnur ísl. tímarit, svo-sem, »Bjarmi«, »Æskan«, »Ægir«, »Skírnir« hafp ekki borizt »Fylki«,

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/182

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.