Óðinn - 01.01.1924, Qupperneq 4

Óðinn - 01.01.1924, Qupperneq 4
4 ÓÐINN ungur í landshöfðingjahúsinu (svaf þar á nóttum) meðan hann dvaldi í Reykjavík. Hafði konungur áður gist að heimili H. F. í Sönderborg í Sljesvíkurófriðn- um 1863—’64. — 011 frammistaða H. F. við konungs- komuna hingað þótti vera bæði honum og landinu til sóma. Þá fjell það einnig í hlut H. F. að annast um það, að jarðarför ]óns Sigurðssonar og konu hans, er grafin voru hjer að opinberri tilhlutun árið 1880, færi fram á sem veglegastan hátt. Um þetta var H. F. einkar umhugað, enda bar öllum saman um, að framkoma hans þar hefði verið hin prýðilegasta og samboðin þingi og þjóð. Um byggingu alþingishúsins ljet H. F. sjer einkar ant, og hafði sterkan áhuga á því, að byggingin yrði sem veglegust, en þó ekki of dýr. Hafði hann eins konar yfirumsjón með byggingunni fyrir Iandsins hönd og var mjög tíður gestur á byggingarstaðnum meðan á smíðinni stóð. H. F. tókst að læra íslensku svo vel, að hann rit- aði málið rjett og lýtalaust. En fremur var honum stirt um að mæla á íslenska tungu; mátti glögt heyra það á framburði hans, að eigi hefði hann numið ís- lensku í æsku. Hafa þingstörf eflaust orðið honum að mun örðugri fyrir það, að hann varð að flytja ræður sínar á alþingi á máli, er hann eigi hafði byrj- að að nema fyr en á fullorðins aldri. Þess var getið, að H. F. hefði um eitt skeið mætt talsverðri andúð, aðallega hjer í Reykjavík. Kom þetta einna berast fram í Göngu-Hrólfs greinum ]óns sál. Ólafssonar. — Andúð þessi hvarf mjög fljótlega, og ekki nóg með það; eindregin samúð kom í staðinn. Það einkennilega atvik kom t. d. fyrir, að ]. Ól. gerð- ist síðar, eftir fyrri Ameríkuför sína, skrifari hjá H. F., kringum 1880, og er skylt í þessu sambandi að láta ]. Ól. njóta þess sannmælis, að eftir að hann hafði nánar kynst H. F., embættisfærslu hans og ann- ari framkomu, mun hann fyrir fáum mönnum hjer á landi hafa borið einlægari virðingu en einmitt H. F. — Svo fór og um flesta, er náin kynni höfðu af Finsen. Að því er hug landsmanna yfirleitt til H. F. snertir, eftir að stjórnarskráin kom í gildi og áhrif hennar tóku að sýna sig, nægir að geta þess, að honum var boðin þingseta fyrir ísafjarðarsýslu, í sjálfu kjördæmi ]óns Sigurðssonar skömmu eftir dauða hans, og nokkru síðar var skorað á H. F. að bjóða sig fram til þingsetu fyrir Húnavatnssýslu. En í bæði skiftin skoraðist hann undan. Hilmar Finsen giftist 1857. — Var hann kvæntur danskri konu, Olufu Bojesen að nafni, var hún mesta myndar og gáfukona. Hjónaband þeirra var hið ást- úðlegasta og var hún manni sínum mjög samhent í öllu er til hennar kasta kom; mátti þessa sjá glögg merki bæði í heimilislífinu og einnig í ýmsri opin- berri framkomu, t. d. við konungskomuna 1874 og einnig við jarðarför ]óns Sigurðssonar. Þau hjón eignuðust 6 börn, 3 syni: Jón, Ólaf og Árna og 3 dætur: Ragnhildi, Onnu Hilmu og Olufu. 011 voru börn þessi mjög mannvænleg. Gengu synirnir allir þrír í mentaskólann hjer í Reykjavík og útskrifuðust það- an, en fóru síðan til Kaupmannahafnar til háskóla- náms. Tóku þeir ]ón og Olafur þar embættispróf í lögum, en Arni drukknaði á skemtisiglingu í Kaup- mannahöfn árið 1882. Oláfur er dáinn fyrir nokkrum árum. Var hann mörg ár dómari í sakamálarjettinum í Kaupmannahöfn, en síðan bæjarfógeti í Nykjöbing á Falstri. — ]ón lifir enn og er nú dómari í Suður- birki í Kaupmannahöfn. Hann var allmörg ár að- stoðarmaður í íslensku stjórnardeildinni í Khöfn og jafnframt hæstarjettarritari, en síðar bæjarfógeti og borgarstjóri í Ringkjöbing á ]ótlandi. Hafði afi hans, samnefndur, um eitt skeið gegnt þessu sama embætti. — Af dætrum H. F. giftist sú elsta, Ragnhildur, árið 1877 dönskum sjóliðsforingja, en dó kornung sumarið 1880. — Hinar 2 dæturnar lifa enn, Anna Hilma gift í Noregi, embættismanni þar, en Olufa (Nulle) ógift. Hefur hún gefið sig að kenslu og ritstörfum og er meðal annars kunn af ritum sínum um Björnstjerne Björnson. Þau H. F. og kona hans tóku sjer barnamissirinn 1880 og 1882 mjög nærri. — Munu þessir sorgar- atburðir mjög hafa stutt að því, að hann sótti um leyfi til að ferðast, ásamt fjölskyldu sinni, til Dan- merkur haustið 1882 og dvelja þar vetrarlangt. Skyldi landshöfðingjaembættinu stjórnað af amtmanni Bergi Thorberg í fjarveru H. F. — En sú varð raunin á, að H. F. kom eigi hingað aftur til dvalar, því að þá um veturinn (1882—’83) losnaði eitt af virðulegustu em- bættum Dana, yfirpræsidentsembættið í Kaupmanna- höfn. Sótti H. F. um embætti þetta og fjekk veitingu fyrir því í marslok 1883. Kom hann svo hingað til lands snögga ferð í byrjun maímánaðar það ár til að skila af sjer landshöfðingjaembættinu fyrir fult og alt í hendur eftirmamnns síns, Bergs sál. Torbergs. Vfirpræsidentsembættinu þjónaði H. F. svo þangað til hann í ágústlok 1884 var af konungi kvaddur til að taka sæti í Estrups ráðaneytinu danska, sem inn- anríkisráðherra. En ráðherrastörfum þessum gegndi hann, sakir vanheilsu, eigi lengur en tæpt ár eða þangað til í ágúst 1885. Þá tók hann aftur við yfir-

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.