Óðinn - 01.01.1924, Side 9

Óðinn - 01.01.1924, Side 9
ÓÐINN 9 Skólasjóðurinn óx mikið 1873 og fyrri hluta ársins 1874, svo að hann varð 8000 kr., og /. okt. 1874 var kvennaskólínn settur af Þóru Melsteð í húsi Páls Melsteðs við Austuvöll. Svo var þá skólinn fátækur, að hann hefði þó eigi getað staðist, ef »Classenska Fideikommisið« og Vallö stofnun hefðu eigi hvort um sig veitt honum 200 kr. á ári til þess að byrja með. Þó var Þóra Melsteð forstöðukona hans kauplaust fyrsta árið, og Páll Melsteð kendi íslensku, sögu og landafræði ókeypis fjögur fyrstu árin. I skólanum voru ýmist 10 eða 11 stúlkur fyrstu árin. Það var eigi húsrúm fyrir fleiri. Ur landssjóði fekk skólinn 200 kr. árið 1876 og eins 1877, og því- næst 400 kr. á ári tvö hin næstu ár. Stúlkurnar fengu ókeypis alla kenslu, svo skólinn hafði eigi aðrar tekj- ur en ársvexti af sjóðnum og áðurnefnda styrki. En nú kom það brátt í Ijós, að skólinn gat ekki vaxið, því húsrúmið var of lítið og hvergi betra hús- næði fáanlegt. Skólasjóðurinn var langt of lítill til þess að hægt væri að reisa skólahús fyrir hann. Þess hefði þá eflaust orðið langt að bíða, að á þessu yrði ráðin nokkur bót, ef Páll Melsteð hefði eigi að bæn konu sinnar rifið hið gamla hús sitt, er var gott og vel hentugt fyrir hann sjálfan og að öllu leyti ófúið, og bygt upp nýtt stórt hús handa kvennaskólanum. Hús Páls Melsteð hafði kostað 4000 kr.; hann bjó í því fyrir 280 kr. á ári, ef húsaleigan (renta, viðhald á húsinu, skattar og vátrygging) er reiknuð sjö af hundr- aði. Hið nýja hús hans kostaði tæpar 20000 kr., og varð nú húsaleiga hans 1400 kr. eða fullum 1100 kr. hærri en áður. I fyrstu voru eigi efni til þess að hafa nema tvo bekki, og fyrir þá fjekk Páll Melsteð 280 kr. á ári, fyrir húsrúmið, ræstingu, ljós og eldivið. Um þessar mundir var eigi hægt í Reykjavík að leigja út góð herbergi, nema gegn of lítilli leigu. Þótt Páll Melsteð fengi meiri húsaleigu síðar, er skól- inn óx, varð hann samt jafnan upp frá þessu að le99Ía á sig að meðaltali 5—600 kr. árlegt gjald sökum kvennaskólans. Það var í efnalegu tilliti mjög hættulegt fyrir hann, af því hann hafði litlar tekjur og var yfir hálfsjötugt, er hann lagði út í þetta. Til þess að reisa húsið varð hann að taka til láns um 14000 kr. alls og auk þess að verja til þess því, er hann átti. Það þrengdi líka nú svo að honum í efna- legu tilliti, að hann gat eigi kent lengur kauplaust í kvennaskólanum, þótt um litla fjárupphæð væri að ræða. Hann tók því 35 aura fyrir tímann eftir þetta, svo var þá kenslan í hannyrðum borguð, en bók- Ieg kensla var þá 50 aura tíminn. — Hann vann jafnan baki brotnu, til þess að geta staðið í skil- um við alla, og honum tókst það. Hann var mála- flutningsmaður, kendi 18 tíma á viku í lærða skólan- um og fekk rúmlega 450 kr. fyrir það, hann kendi í kvennaskólanum, og hann ritaði sögubækur og fjekk mest 40 kr. fyrir örkina í þeim; það fjekk hann nú hjá Bókmentafjelaginu, en áður fjekk hann 20 kr. fyrir örkina hjá því, og þau ritlaun fjekk hann fyrir hinn mesta hluta af hinni stóru mannkynsögu sinni. Sem forstöðukona kvennaskólans fjekk kona hans venjulega upp frá þessu 500 eða 600 kr. á ári, og það gekk upp í rentur og afborgun af lánum þeim, sem maður hennar hafði tekið til þess að reisa skóla- húsið fyrir. Það var hjer um bil svo mikið sem húsa- leiga Melsteðs varð nú hærri en áður. Þá er litið er á það, hvað þau hjónin urðu að leggja á sig fyrir húsnæði kvennaskólans, má með sanni segja að þau fengju aldrei neitt fyrir starf sitt við kvennaskólann upp frá þessu, nema þá litlu borgun, sem Páll Mel- steð fjekk fyrir kenslu sína eftir þetta, en hann kendi ekki mjög mörg ár við skólann eftir þetta. Hins veg- ar kom það fyrir löngu eftir þetta, að hann einstaka sinnum sagði stúlkunum frá ýmsu úr íslandssögu, ef einhver kennari fatlaðist frá kenslu. En Þóra Mel- steð var forstöðukona kvennaskólans í 28 ár eftir þetta. Þau lifðu af þeirri atvinnu, sem Páll Melsteð hafði, en laun þeirra hjóna við kvennaskólann voru aðallega ánægja sú, sem þau höfðu af því, að sjá skólann vaxa og blómgast og að sjá það gagn, sem hann gerði íslenskum konum. Það gladdi þau bæði innilega. Alt fór þó vel. Páll Melsteð varð fjörgamall maður, og lifði nærri 32 ár eftir að hann reisti kvennaskóla- húsið; sökum dugnaðar, reglusemi og sparsemi gat hann árlega borgað dálítið af þeim skuldum, sem hann hafði sett sig í vegna skólans. Þó átti hann, er hann fjell frá, töluvert minna til en 1878, og kona hans hefði þá verið illa stödd og nálega öreigi eins og verðlag var á öllu þá, ef hún hefði þurft þá að greiða skuld þá, sem hvíldi á húsinu. En skólinn óx og dafnaði vel í nýja húsinu. Hann varð í tíð Þóru Melsteð fjórir bekkir og auk þess bæði vefnaðardeild og matreiðsludeild. í hann gengu alls milli tíu og ellefu hundruð stúlkur og þær breiddu út hreinlæti víða um landið. Kvennaskóli þessi braut líka ísinn og barðist gegn arfgengum hleypidómum á íslandi. í fyrstu þurfti skrifari kvennaskólanefndarinnar við og við að rita greinar í blöðin kvennaskólastofnuninni og mentun kvenna til varnar, en það breyttist. Stofnun kvennaskólans í Reykjavík vakti svo mikinn áhuga á mentun kvenna, að tveir kvennaskólar voru reistir á

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.