Óðinn - 01.01.1924, Síða 14

Óðinn - 01.01.1924, Síða 14
14 ÓÐINN loðnum örmum, álfar og dvergar standa fyrir dyrum úti og stara á þreyttan og einmana smaladrenginn — og fossinn drynur og þýtur draugalega í gljúfrinu, eins og óvættir leiki þar grátt gaman sveiptar foss- úða og fjallaþoku. „Þá sögu fann jeg í fyrnskuhyl: í fossinum skrímsli bjó. í niðamyrkri og norðanbyl um nætur það skellihló", segir skáldið í kvæðinu um Fossskrímslið. Er ekki ólíklegt, að sú saga hafi á þokumyrkum hjásetudög- um orðið honum ógleymanleg — einkum þar eð hann var fyrstu ár sín á Fossi, þar sem bæjardyrnar sneru til fjalls, sakir þeirrar hættu, er af skrímslinu stóð. — En hjásetan hafði og að bjóða margt það, er örvaði og glæddi vorþrá og vonir. Sólskinsdagarnir brugðu gliti á laut og leiti, roðuðu lyngið og slógu töfraslæðu á grænar grundir. Segir Jakob í brjefi til ritstjóra »Óðins«, að þær stundir hafi ýtt við skáld- skapargáfunni og vakið þrá hugans til að kanna þær leiðir, er leyfðar voru ei fótum smalans, er átti von á snuprum, ef vant var honum ásauðanna. Og víst er um það, að snemma hóf Jakob vísnagerð. Eftir ferminguna fór hann frá móður sinni, er hafði annast hann öll þessi ár, Má víða finna þess vott í kvæðum Jakobs, að ást og umhyggja móður hans hefur mótast ómáanlega í huga hans. „Með honum gekk á mikla veginn móðurhuginn einn", segir hann í kvæðinu um Ásdísi á Bjargi. Finna allir, hve djúp er tilfinning í þessum yfirlætislausu orðum. Er hvorttveggja jafnauðfundið, að með ugg er horft til hinnar ókunnu framtíðar — hins mikla vegar — og að sá er enginn fylgdarlaus, sem móðurhugurinn gengur með úr garði, þó að ekki sje annara föru- nauta. Og skáldið veit líka af reynslunni: „Þó að bili heimsins hylli og heykist vinur hver, móðurástin býr á bjargi og breytir aldrei sjer. Asdís enn í völdum víða vor á meðal er“. Annars koma áhrifin frá móður skáldsins og ástin til hennar víða fram í kvæðum hans — og mun frekar á það minst, þá er að skáldskap hans kemur. Fyrsta árið eftir að hann fór frá móður sinni, var hann í vinnumensku að Hnausum í Húnavatnssýslu. Þaðan fór hann til Gísla afa síns, er þá bjó í Hlíð í Kollafirði. Segir hann, að vistin hjá gamla manninum hafi verið sjer mikils virði. Má og sjá á kvæði því til Gísla, sem birt er í þessu hefti »Óðins«, að skáldinu hefur eigi að eins þótt vænt um hann, heldur og metið hann mikils. Var og gamli maðurinn, svo sem á hefur verið drepið, fróður og skemtinn og hafði yndi af skáldskap. Sagði hann dóttursyni sínum sögur af svaðilförum í hákarlalegum, en hann hafði lengi verið við hákarlaveiði í Gjögri, sem var ein af hinum stærstu og kunnustu hákarlastöðvum norður þar. Til frásagna þessara mun kvæðið »í hákarlalegum« eiga rætur sínar að rekja. Frá Hlíð fór Jakob til afa síns og nafna í Reykjarfirði — og hafði skapgerð og skör- ungsskapur gamla mannsins eigi lítil áhrif á skáldið. Síðan fór hann vorið 1905 vestur til Isafjarðar og var þar háseti á seglskipi við fiskveiðar. Það sumar veikt- ist hann og lá lengi, en sjórinn átti frekar illa við hann, enda segir hann í kvæðinu »Á sjó«: „Þaö sumar, er á sjó jeg bundinn var, þá sveif hver ósk í fangið graenna dala, þá þráði jeg alt — jeg öfundaði smala, en ágirnd litla fyr á starfið bar . . .“. Haustið 1905 fór Jakob til Reykjavíkur til trjesmíða- náms hjá Steingrími Guðmundssyni, trjesmíðameistara. Var hann á vist með honum og átti við að búa frjáls- ræði mikið og atlæti hið besta. Veiktist hann nú á ný og lá lengi veikur og reyndist Steingrímur honum sá drengur, að hvorki gerði hann að reikna honum til skuldar sjúkrahússvist, nje lengja námstíma hans. Segir Jakob, að veikindi sín hafi haft mjög þroskandi áhrif á sig, og frjálsræðið hjá Steingrími á annan veg gert sjer fært að leggja rækt við skáldskap. Þá segir hann og að kynning við þau skáldin Þorst. Gíslason og Jón Olafsson hafi orðið sjer til góðs, því að báðir þeir hafi leiðbeint sjer og örfað sig til kvæðagerðar. Einnig dr. Jón Þorkelsson, er Jakob segist hafa átt hjá einna skemtilegastar stundir. Loks gaf skáldið út »Snæljós« árið 1914. Síðan komu »Sprettir« 1919 og »Kyljur« 1922. Árið 1918 fjekk Jakob skáldastyrk og hefur haldið honum síðan. Árið 1922 fór hann til útlanda, Dan- merkur og Noregs, og tjáir hann sig hafa haft mikið gagn og gaman af þeirri ferð. Kvæntur er Jakob Borghildi Ðenediktsdóttur — og er hún af góðum bændaættum í Steingrímsfirði. Er hún besti kvenkostur, enda kann Jakob að meta hana. Mun hann eigi hræsna, er hann segir í kvæði um hana, að reynslan hafi þar farið langtum lengra en vonirnar, og er þá mikið sagt. Þau eiga tvær dætur, Laufeyju og Elinborgu, báðar í bernsku. Á heimili þeirra hjóna sitja í hásæti einurð og alúð, skyldu-

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.