Óðinn - 01.01.1924, Síða 25
ÓÐINN
25
tillögur Finns runnar frá hennar brjósti, en hitt er
víst að hann átti jafnan vísan stuðning hennar í því
sem henni geðjaðist að.
Það er jafnaðarlegast húsmóðirin, sem heimilið tek-
ur svip sinn og blæ frá. Og það var líka eins og
ríklyndi og mikillæti húsfreyjunnar á Geirólfsstöðum
svifi þar yfir vötnunum, lægi þar svo að segja í and-
rúmsloftinu. En það munu oftast verða óöfundsverð
æfikjör, að bæla mikilláta lund innan þröngra moldar-
veggja, og að samrýma höfðingslund þröngum efna-
hag. Því meiri furða er það, hversu vel Bergþóra
hjelt og heldur enn lundareinkennum sínum, og hversu
aldur og ýms erfið lífskjör hafa lítið unnið á hennar
andlega þrótti og fjöri. Hún er enn í dag sívakandi
og áhugasöm, fylgist með og tekur einlægan þátt í
almennum málum, betur og með miklu meira fjöri og
þrótti, en alment gjörist meðal sveitafólks, jafnt karla
sem kvenna. Og þetta þrátt fyrir 70 ára aldur og
tæpa heilsu. Sálarþrekið að upplagi mikið og nálega
ósigrandi.
Bergþóra var að vexti há kona og grönn, og svar-
aði sjer vel, fríðleikskona bæði í andliti og á velli.
Framganga og fas alt tígulegt, og leyndist ekki, að
sópaði af konunni. Lundareinkenni hennar hefur verið
drepið á að nokkru. En hvað komið hefði fram hjá
henni, ef lífskjörin hefðu verið önnur, og meira við
hennar hæfi, um það getur enginn sagt. Hitt er víst
að hún var að upplagi mjög mikilhæf kona.
Þegar þau Finnur og Ðergþóra giptust árið 1880,
og byrjuðu búskap á Geirólfsstöðum, voru ný-afstaðnir
erviðir tímar á Austurlandi, og afleiðingar öskufalls-
ins frá 1875 á ýmsan hátt þá enn viðvarandi. Höfðu
þær komið allhart niður á Geirólfsstaðabúinu, sem
víðar. Búið, sem þau byrjuðu með, var nálega alt í
skuld, svo að allmjög reyndi, þegar frá byrjun, á at-
orku og ráðdeild ungu hjónanna. Að þessu bjó að
vonum, og þegar þar við bættust óhöpp, svo sem
bæjarbruni o. fl., þá var afleiðingin þröngur efnahagur
lengi vel fram eftir. En svo lauk, að Geirólfsstaða-
búið varð að lokum eitt með hinum best stæðu í
sveitinni. Höfðu þau þá keypt Geirólfsstaði, sem áður
var kirkjujörð, og byrjað talsverðar jarðabætur þar
í túnasljettum og skurðagjörð og síðast algirt túnið o. fl.
En bæði fyr og síðar var heimilið hið sama myndar
og rausnar heimili. Gestrisni og alúðarviðmót jafnt á
báðar hliðar hjónanna, enda heimilið mjög að sótt,
einkum af hinum betri gestum, sem um hjerað fóru.
Og þá voru þau Geirólfsstaðahjón ánægðust er þau
sáu flest góðra gesta á heimili sínu.
Börn þeirra Finns og Bergþóru eru Margrjet,
f. 8. júlí 1881, ógift heima, heilsubiluð. Guðrún Helga,
f. 6. febr. 1884, gift prentmeistara Gísla ]ónssyni í
Winnipeg í Ameríku, og Helgi, f. 25. apríl 1887, nú
bóndi á Geirólfsstöðum, kvæntur Jónínu Benedikts-
dóttur, hreppstjóra, Eyjólfssonar á Þorvaldsstöðum í
Skriðdal. X.
Sl
Kristleifur Þorsteinsson
bóndi á Stóra-Kroppi.
Kristleifur Þorsteinsson.
Húsafell er fremsti bær í Borgarfjarðarsýslu. Seint
á 12. öld var þar settur staður og þaðan af var þar
oftast prestsetur, uns prestakallið var sameinað Reyk-
holti 1812. Næst-
síðastur Húsafells-
presta, og þeirra
frægastur í minning-
um síðari tíma, var
sjera Snorri Björns-
son, sem dó fjör-
gamall 1803. Ætt
hans hefur löngum
setið Húsafell síðan.
Jakob sonur hans
fyrst, er kvæntur var
Krístínu Guðmunds-
dóttur frá Leirvogs-
tungu Sæmunds-
sonar, Þórðarsonar
prests á Staðastað,
Bauka-Jónssonar biskups á Hólum Vigfússonar. Þor-
steinn son Jakobs og Kristínar fæddist 1814, tók við
Húsafelli af föður sínum og dó 1868. Kona hans
Ingibjörg, Jónsdóttir frá Deildartungu, lifði hann í 37
ár, dó 1905, og man jeg að um engan töluðu þeir
hlýlegar úr Reykholtsprestakalli gamla, faðir minn og
sjera Guðmundur Helgason, en Ingibjörgu á Húsa-
felli. »Það er svo um einstaka manneskjur, að um
þær leikur svo hlýr og glaður kærleiksblær að allir
vermast við, og Ingibjörg heitin var ein af þeim«
(N. Kbl. 1906.). Kristleifur á Stóra-Kroppi er sonur
þeirra Þorsteins og Ingibjargar, fæddur á Húsafelli
5. apríl 1861, fjórði maður í beinan karllegg frá sjera
Snorra, en Ástríður systir Kristleifs tók við Húsafelli
og bjó þar langa hríð með Þorsteini bónda sínum,
Magnússyni frá Vilmundarstöðum, og nú situr Þor-
steinn, þeirra yngsti son, á Húsafelli, kvæntur dóttur
Kristleifs.