Óðinn - 01.01.1924, Page 31
ÓÐINN
31
landsmálið var mál bændanna! Og æðri stjettirnar litu
niður á bóndann. Hann var kallaður »fjósuppalning-
urinn«. Og þegar einhverju sinni voru kosnir til stór-
þingsins margir bændur, sagði eitt blaðanna að þar
væri um að ræða »innrás barbara«. Dýpri rætur átti
hún sjer ekki, virðingin fyrir bóndanum, sem þeir
veisluörir voru þó vanir að kalla »hinn sanna, mikla,
norska mann«, »hinn óháða óðalsbónda« o. fl. Svo
kom Ivar í Asi — sjálfmentaður bóndamaður og sagði:
»við skulum gera bændamálið að höfuðmáli landsins«.
Það var í rauninni ofur skiljanlegt, að slíkt vekti
ákafa andúð. I öndverðu var því landsmálið — auð-
virðilegt bændamálið — háði beitt og heiftyrðum. Og
sú hefur orðið raunin á alt fram á þennan dag. Því
þó merkilegt megi heita — norskum bændum var
heldur ekki mikið um málið gefið. Til að skilja slíka
aðstöðu er nauðsynlegt að vita það, að norskir bænd-
ur voru sneiddir bókmentaþekkingu og áhuga. Frá
einni hlið út af fyrir sig, verður bænum varla betur
lýst, en Garborg gerir í »Fred«: »Bændurnir eru
sterkur og stirður lýður, sem grefur sig gegn um lífið
með striti og stauti, rótar í jörðinni og rýnir í ritn-
inguna, pínir korn úr jörðinni og von úr draumum
sínum, trúir á skildinginn og felur sig guði á vald«.
Biblían og postillan var hið eina sem bóndinn las, og
málið, sem þær voru skrifaðar á, þáð talaði presturinn,
og það talaði drottinn sjálfur á Sinaifjalli. Slík var
vanþekkingin í raun og veru, og það vitum við að
gegn vanþekkingunni eru jafnvel guðirnir máttvana.
Vanþekking og kæruleysi varð þess valdandi, að
bændurnir ljetu landsmálið liggja óbætt hjá garði í
næst um því 50 ár.
Allir skólarnir sem spruttu upp fram eftir öldinni
notuðu danska tungu og alt sem norskt var þótti
skrílslegt og var reynt að uppræta það hjá nemend-
unum. 011 blöðin notuðu dönskuna, stjórnarmálið var
danska, og hinar auðugu bókmentir voru á dönsku.
Það var hugsandi að landsmálið kynni að kafna í
fæðingunni. En það sýnir einmitt lífsþrótt þess og
h'fsrjett, að það skyldi ekki drukna í öllu þessu
dönskuflóði.
En tregðan á framgangi málsins er af því runnin,
eins og fyr segir, að þjóðræknismeðvitund Norðmanna
var ekki vakandi. Og einn af hinum fremstu læri-
meisturum og lýðvakningarmönnum okkar, Christofer
Brun, sagði einu sinni, að þegar hinn norski þjóðar-
andi vaknaði, væri það augljóst, að landsmálið ynni,
en aðkomumálið yrði undir. Þetta brýtur kannske í
bág við þær skoðanir margra — að Norðmenn sjeu
svo afskaplega þjóðlegir, það hef jeg heyrt, bæði hjer
á Islandi og hjá útlendingum í Noregi. En samt sem
áður hika jeg ekki við að halda því fram, að til
skams tíma hafa Norðmenn verið afskaplega óþjóð-
legir. Þeir hafa kannske oft notað stór orð til þess
að sýna norska þjóðrækni. En jeg get ekki hugsað
mjer nokkra þjóð, sem í hugsun og athöfn hefur sví-
virt sjálfa sig meira en norska þjóðin. — Alt annað
var gott og blessað — alt nema það sem norskt var.
Þann þáttinn hefur brostið sem að mínu viti er megin-
þáttur sannrar þjóðrækni: þekkinguna á sjálfum sjer,
virðingu fyrir sjálfum sjer og sínu, og trúna á sjálfan
sig. Það er fyrst á síðustu tímum, að norskur þjóðar-
andi hefur vaknað svo, að Norðmennirnir eiga, al-
mennar en áður fyr, sjálfstrú og sjálfsvirðingu. Það
var fyrst 1884 að svo langt var komið trausti þjóðar-
innar til sjálfrar sín, að hún fekk verulega sjálfstjórn.
Og það var fyrst árið 1905, að þjóðin var svo langt
komin í þjóðernislegum styrk og samvinnu, að hún
gat rofið samband, sem verið hafði til meins og
gremju bæði Norðmönnum og Svíum.
En um leið og þjóðin vaknaði til stjórnarfarslegs
sjálfstæðis, vaknaði einnig spurningin um menningar-
legt sjálfstæði, spurningin um það, hvort unt væri að
reisa norska menningu á norskum grundvelli. Og það
er spurning um málið fyrst og fremst, því málið er
hið helsta þjóðernislega sjerkenni hverrar þjóðar.
Hin eiginlega málstreita hefur í rauninni ekki stað-
ið yfir nema frá því um 1900. Þar á undan voru þeir
mjög fáir, sem höfðu verið málmenn — að eins
nokkrir hugsjónamenn úr hópi kennara og stúdenta.
Og alt starfið fyrir þann tíma var að eins undirbún-
ingsstarf eða aðdragandi. Arið 1885 var þeim gert
jafn hátt undir höfði — dönskunni — eða ríkismálinu
sem nú var kallað — og landsmálinu. Það var sett
inn í barnafræðslulögin, að börnin skyldu læra bæði
málin, og 1892 var svo ákveðið að skólahjeruðin gætu
valið um það, hvort málanna þau vildu hafa að höfuð-
máli. Sama árið fekk fólkið einnig leyfi til þess að
syngja norska sálma í kirkjunum, ef það vildi. I öllu
landinu voru um 6000 skólahjeruð. Fyrir 1905 höfðu
að eins nokkur þeirra valið landsmálið að höfuðmáli,
1917 voru þau 14—1500 og nú eru þau yfir 2000
og fer óðum fjölgandi. Og hafi landsmálið einu sinni
unnið eitthvert skólahjerað, þá er það ríkismálinu tap-
að fyrir fult og alt.
Það er ekki einungis í barnaskólunum, heldur einnig
í öðrum skólum, sem landsmálið brýtur sjer braut. Ung-
lingaskólarnir eru um 95 og í flestum þeirra er lands-
málið aðalmálið. Og jeg efast ekki um það, að mikill
hluti þeirra, sem koma frá kennaraskólunum, eru mál-