Óðinn - 01.01.1924, Page 32

Óðinn - 01.01.1924, Page 32
32 ÓÐINN menn. Við búnaðarskóla, húsmæðraskóla o. fl. verður landsmálinu einnig vel ágengt. En við æðri skólana, mentaskólana, hefur róðurinn sókst seinna — aðal- lega vegna þess að það voru bæjarskólar og lítið sóttir af æskulýð sveitanna áður fyr. Árið 1907 var svo ákveðið að stúdentarnir skyldu skrifa aukastíl á landsmálinu við examen artium. Síðan hafa komið upp mentaskólar, þar sem landsmálið er aðalmál. Nú eru þeir átta. Hver er svo árangurinn af landsmálskenslu skól- anna? Samkvæmt minni litlu reynslu — og svo er um marga aðra — er öllum þorra unga fólksins — einnig bæjarfólksins — auðveldara um að Iæra landsmál en ríkismál, og skriflegu prófin við kennaraskólana t. d. eru alt af betri fyrir landsmálið en ríkismálið. Við síðasta stúdentapróf höfðu 9 af hundraði af stúdent- um landsmálsskólanna einkunnina præ ceteris (ágætt), en við ríkismálsskólanna að eins 1,3°/o. Að sjálfsögðu má ekki leggja of mikið upp úr þessu. ]eg á að eins við það, að það geti bent nokkuð í þá átt, að það sje bæði auðvelt og gott að læra landsmálið. Áður voru það að eins fáir embættismenn og stúdentar sem voru málmenn, nú fjölgar þeim með hverju ári. Með tíð og tíma munum við því eignast embættisstjett, sem ekki að eins kann landsmálið, heldur ann því og notar það.1) Áður var ríkismálið einrátt í stjórn ríkis, kirkju og hjeraða, því annað kunnu menn ekki. En nú kemur upp krafan um norskara mál í landsstjórninni. í fyrra krafðist meira en þriðjungur allra hjeraðsstjórna þess, og helmingur fylkisþinganna (en það eru árleg þing fyrir hvert fylki). í vetur fer fram atkvæðagreiðsla um norskar póstauglýsingar, og eftir þeim úrslitum, sem mjer þegar eru kunn, hefur meira en helmingur hjer- aðsstjórnanna valið landsmálið, og margir bæði málin — þar á meðal margir bæir. Þetta sýnir það, á hvaða átt hann er. í sömu áttina benda einnig ýmsar staða- nafna-breytingar. Fyrmeir var öllum nöfnum snúið »uppá dönsku«. Kolbotn varð að Kullebunden og 1) Hjer verð jeg að skjóta inn dálítilli athugasend: Mál- streitan hefur enn sem komið er snúist mest um ritmálið, ekki talmálið. Hver maður hefur talað og lesið landsmálið eins og best lá við mállýsku hans. Því landsmálinu er ekki ætlað að útrýma mállyskunum, heldur hreinsa þær. En því fleiri sem þeir kennarar, embættis- og sýslunarmenn eru, sem nota Iandsmál, því fljótar kemur af sjálfu sjer krafan um það, að þeir freisti þess að tala nokkurnvegin eins, og láti hið mælta málið nálg- ast ritmálið. En sem sagt: fram að þessu hefur verið deilt um það, hvernig við ættum að skrifa, og fyrst þegar þeirri deilu er lokið er unf að byrja á öflugu starfi fyrir góðu norsku talmáli. Karmf að Karmöen. Nú hafa mörg hundruð staðir fengið aftur rjettnefni sitt. Og ekki líður á löngu, uns Kristiania verður að víkja fyrir Oslo. Hvernig hefur svo landsmálið reynst sem ritmál? Er hægt að skapa á landsmálinu »verk sem standa, uns veröldin eyðist?« Til þess að svara þessu þarf að athuga landsmálsbókmentirnar, og þá munu menn sjá, að þær eru bæði auðugri og betri, en vænta mætti. Að gæðum standa þær nú bókmentum ríkismálsins fyllilega á sporði. Enginn neitar nú lengur Ásmund Vinje og Arne Garborg um sess rneðal hinna mestu skálda vorra. Og sá höfundurinn sem á síðkastið hefur notið mestrar aðdáunar ritskýrendanna, er mál- maðurinn Olav Duun. Um síðustu bók hans »1 storm- en« skrifaði Sigrid Undset að hún væri »den mest fantasifulle og skjönhetsfunklende bok, sem er skrevet pá norsk i mange Herrens ár«. Og rithöfundurinn Nini Roll Anker skrifaði m. a. »Er det nok á si at I stormen gir en manns skildring av en mann som norsk litteratur knapt har make til för?« Og Olav Gullvág ritstjóri skrifar m. a.: »— — so stig her fram hjá oss ein diktar av guds náde og reiser eit diktar- verk utan make i Norderlande, so stort, so stolt, so gigantisk suverænt at ein tykkjer berre ein kan nemma renaisansen sine store namn jamnsides«. — Og Duun er ekki sá eini sem að kveður. Það er heill hópur og fleiri og fleiri landsmálsbækur koma út með hverju ári sem líður. Árið 1920 komu út 50, en 1923 komu út 100 bækur á landsmáli. Nýnorskar bókmentir vekja því ljósar vonir um sigur landsmálsins. Og þær eru sjerkennilega norskar, sýna norskan svip, sem leynir sjer á ríkismálsbókmentunum. Þessar bókmentir eru efni í líkkistu dönskunnar í Noregi. Hjer eftir er það ómögulegt að láta norskt sveitafólk tala dönsku — eða ríkismál — það verður að tala bygðamálið sitt, jafnvel í ríkismálsbókum (sbr. t. d. Hans E. Kinck). Hvaða áhrif hefur svo viðgangur landsmálsins haft á ríkismálið? Margir ríkismálsmenn hafa lengi að því unnið, að gera ríkismálið norskara, til þess að gera dönskuna þannig að norsku. Árið 1907 var stafsetn- ingunni breyft dálítið í norska átt. Þannig var t. d. sag skrifað sak, bide varð bite, og gabe varð gape. En málið var í rauninni hið sama eftir sem áður. Og 1917 kom á kreik ný stafsetning, sem hneig miklu meira á norsku sveifina. Og ef ríkismálsfólkið ætlar að fylgja henni, á það ekki langt eftir yfir í lands- málið. Ef lýsa á því í stuttu máli, hvernig afstaðan í mál- streitunni er nú, held jeg að segja mætti sem svo: Landsmálið sækir nú á, og vinnur eitt vígið af öðru

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.