Óðinn - 01.01.1924, Síða 38

Óðinn - 01.01.1924, Síða 38
38 ÓÐINN fóru bæði skipin til Vesturheims, og gengu þær ferðir að óskum. En þegar heim var komið og Goðafoss var á leið norður um land, vildi það slys til, að skipið strandaði við Straumnes á Vestfjörðum í byrjun des- embermánaðar. Björgunartilraunir urðu árangurslaus- ar og var þar með sögu skipsins lokið. Var eigi að- gert um útvegun á nýju skipi það sem eftir var árs- ins, enda voru þá að stöðvast í bili allar siglingar til Norðurlanda. Með byrjun ársins 1917 var farið að leita fyrir sjer með nýtt skip í stað Goðafoss; fjekst að lokum skip sem lestaði um 1100 smálestir og hafði nokk- urt farþegarúm. Það var skýrt »Lagarfoss«. Mátti telja að skaðinn með Goðafoss væri sæmilega bættur. Hið nýja skip fermdi mun meira af vörum en Goða- foss hafði gert og kom það sjer einkarvel í vestur- heimsferðunum, sem urðu nú hlutverk skipsins í mörg ár. Hitt sakaði lítið, þótt farþegarúm væri minna, því um fólksflutning var að jafnaði lítið út allan ófriðinn. Voru nú bæði skipin í vesturheimsferðum alt árið að öðru en því, að Lagarfoss fór eina ferð til Noregs með kjöt. Á þessu ári festi landstjórnin kaup á þrem skipum, Sterling til strandferða og tveim vöruflutningaskipum, Villemoes og Borg. Var Sterling í strandferðum síðari hluta ársins og nokkur næstu ár, en Borg og Villemoes í ýrftsum flutningum, einkum Bretlands- ferðum. Bæði árin 1916—17 voru velgengis ár fyrir fjelagið með fjárhag. Síðara árið var hafin hlutafjársöfnun til þess að bæta við hinu þriðja skipi. En ekkert varð samt af útvegun þess fyr en nokkru eftir að ófriður- inn var á enda. Síðasta ófriðarárið var fremur erfitt hvað siglingar snerti, einkum fyrri hluti þess. Lagarfoss var aðgerða- lítill og Gullfoss fór eina vesturheimsferð. Samt lag- aðist þetta nokkuð síðari hlutann og vóru skipin þá mest í ferðum til New-York. Hinn 11. nóv. kom loks hið langþráða vopna- hlje og var þar með lokið mestu hættunum og töfunum af stríðs- ins völdum. Þrátt fyrir alt varð hin fjárhags- lega afkoma fjelagsins góð. Fyrsta árið eftir ófrið- inn var gott siglinga- ár. Lagarfoss var aðal- lega í Vesturheimsferð- um og fór þær sex, og auk þess nokkuð með ströndum fram. Gull- foss fór fjórar ferðir til Vesturheims og aðr- ar fjórar til Kaup- mannahafnar. Það ár komst hæst tekjuaf- gangur fjelagsins, og vóru samt öll flutnings- gjöld lækkuð að mun. Enda var þá í hámarki sínu gróði landsmanna af stríðinu, en hin illu eftirköst eigi fram komin. Þetta ár var samið um byggingu nýs skips handa fjelaginu og byrjað á húsi þess, og var hvorttveggja yfirstandandi við árslokin. Með árinu 1920 fer að skifta um til hins lakara með fjárhagsástæður landsmanna, og Eimskipafjelags- ins um leið. Islenskar vörur hríðfalla í verði en út- lendar lítt eða ekki. Útgerðarkostnaður helst hinn sami. En erlendis fer mjög að minka um flutninga og farmgjöld falla ört. Eimskipafjelagið verður að fylgjast með í lækkunum, enda full þörf lækkunar vegna slæmrar afkomu atvinnuveganna. Mjög dregur það ennfremur úr ágóða af ferðum skipanna að Lagarfoss fer í aðgerð sem stendur yfir marga mánuði. Það kemur í ljós að hið nýja skip hlýtur að verða miklum mun dýrara en upphaflega var áætlað, og sama gildir Afgreiðslusalur Eiskipafjelags íslands.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.