Óðinn - 01.01.1924, Side 40
40
ÓÐINN
um gerð skipanna og síðar eftirlitsmaður um bygging
þeirra. Var smíðin skamt á veg komið er ófriðurinn
hófst og erfiðleikar og hindranir byrjuðu fyrir skipa-
smíðastöðvarnar. En nauðsyn var að fá skipin sem
fyrst tilbúin. Kom það brátt í ljós, að fjelagið átti
góðan liðsmann þar sem Nielsen var. Hann var alt
af öðru hvoru utanlands, og greiddi fyrir smíðunum
með svo góðum árangri, að aðeins seinkaði um fáa
mánuði frá því sem fyrst stóð til. Þegar þeim var
lokið og ferðir hófust, var hann í stöðugum ferðum
til að greiðá úr hinum margvíslegu hindrunum, sem
lagðar vóru á ferðirnar ytra. Mun fæstum kunnugt
um erfiðleika þá sem við var að etja á stríðstímun-
um fyrir útgerðarstjórann.
Auk hinna daglegu starfa við útgerðarstjórnina,
hefur Nielsen leyst af hendi mörg störf fyrir Eim-
skipafjelagið og ríkisstjórnina. Hann hefur að mestu
annast um útvegun á Goðafossi yngra og Esju og
sjeð um smíði þeirra. Enn fremur keypt Lagarfoss,
Villemoes og Sterling. Almenn landsmál hefur hann
ekki látið til sín taka, enda er það hverjum nægt
starf sem hann hefur á hendi. Líka getur það nokkru
valdið, að hann kom fullorðinn hingað sem skipstjóri
og var yfir fertugt er hann gerðist hjer búsettur, og
hefur því eigi getað lært íslensku til fullnustu.
í dagfari er Nielsen framkvæmdastjóri að jafnaði
hæglátur og orðfár, en mjög viðkynnilegur er hann
tekur einhvern tali. Hann er lipur til samninga og
fljótur að taka ákvörðun, og gefast ráð hans þar fyrir
eigi miður. 011 framkoma hans er þannig, að hún
hlýtur að vekja virðingu og traust.
Það er víst einhuga ósk allra að landið megi njóta
hans sem lengst.
Júlíus Júliníusson er fæddur að Kirkjuhvammi í
Miðfirði 14. nóv. 1877. Hann byrjaði sjómensku 15
ára gamall, fyrst á þilskipum og síðar á strandferða-
skipinu Skálholt. Fór um haustið 1900 á sjómanna-
skólann í Bogö, og lauk þar prófi vorið 1902. Var svo
um tíma á þýskum skipum, og sigldi til Vestur-
heims, suður á Miðjarðarhaf og Svartahaf og víðar. Ár-
in 1904—1910 var hann stýrimaður á dönskum skipum,
en tók þá við stjórn Austra, sem Thorefjelagið ljet smíða
til strandferða hjer. Síðan tók hann við millilandaskip-
inu Ingólfi og var þar fram að árslokum 1914.
Þegar Eimskipafjelag íslands var stofnað, gekk ]úl-
íus í þjónustu þess, og hefur verið það síðan. Fyrst
á Goðafossi eldra, síðan á Lagarfossi.
Júlíus skipstjóri var fyrsti íslendingurinn sem gerð-
ist skipstjóri á póst- og farþega-skipi hjer við land.
Hann fór að heiman sem umkomulaus unglingur, og
sýndi þann dug, að hann gerðist brautryðjandi
íslenskrar farmensku. Er það fáum kunnugt, hvað þeir
hafa lagt á sig, sem ganga í erlenda þjónustu til þess
að fullnumast í þeirri grein. Og þegar sú tíð kemur,
að íslendingar kunna að meta hversu dýrmæt landinu
er innlend farmannastjett, þá verður forustumannsins
minst með þökkum.
Allir, sem kynst hafa Júlíusi skipstjóra, eru sam-
mála um dugnað hans og trúmensku í starfi sínu.
Hann sækist eigi eftir hylli fjöldans, en á eigi að síð-
ur góða vini, sem hann er tryggur eins og best má
verða. Hann er enn á besta skeiði, og vonandi á
landið eftir að njóta starfskrafta hans lengi enn þá.
í apríl þ. á. var Júlíus búinn að fara hundrað ferðir
milli Islands og útlanda sem skipstjóri, og er hann
fyrsti Islendingur, sem náð hefur þeim ferðafjölda.
Sigurður Pjetursson er fæddur að Hrólfsskála
á Seltjarnarnesi 12. ágúst 1880, og er alinn þar upp.
Hann fór að stunda sjó á þilskipum 13 ára gamall,
en gekk síðar á stýrimannaskólann í Reykjavík og
tók þar próf þegar hann var 18 ára. Svo var hann
um tíma í siglingum utanlands og gekk undir próf á
sjómannaskóla í Kaupmannahöfn. Að því loknu hjelt
hann heim, og var stýrimaður og skipstjóri á ýmsum
skipum, síðast hjá Thorefjelaginu, þar til hann tók við
Gullfossi 1915, og hefur verið þar síðan.
Sigurður skipstjóri hefur átt fábreyttari æfi en
margir af stjettarbræðrum hans í farmenskunni. Eftir
að hann hefur tekið skipstjóraprófið, er hann mest í
íslenskri þjónustu eða á skipum sem ganga í íslensk-
um póstferðum. Þegar Eimskipafjelagið er stofnað,
verður hann skipstjóri á fyrsta skipi þess og er það
síðan. 011 önnur mál en farmenskuna og skipstjórn-
ina hefur hann víst látið með öllu hlutlaus. En í starfi
sínu er hann óskiftur, »þjer vinn jeg það, sem jeg
vinn« sagði Ulfur forðum við Olaf konung. Sama gæti
Sigurður sagt gagnvart Eimskipafjelaginu. Skip hans
er stærsta farþegaskip landsins, og á slíkum skipum
er mikilsvarðandi: þrifnaður, reglusemi og háttprýði
hjá öllum, æðri sem lægri. Þeir sem til þekkja, vita
að þar er Sigurður skipstjóri »rjettur maður á rjett-
um stað«. Og sjómenskan hefur hepnast honum
þannig, að skipi hans hefur aldrei hlekst á.
Þórólfur Beck er fæddur að Sómastöðum í
Reyðarfirði 16. febr. 1883. Byrjaði sjómensku 16 ára
á þilskipi, en fór að tveim árum liðnum til útlanda
og var þar í siglingum til ársins 1905. Gekk hann