Óðinn - 01.01.1924, Qupperneq 41
ÓÐINN
41
þá inn á sjómannaskólann í Bogö
og lauk þar prófi vorið 1907.
Hjelt svo áfram siglingum er-
lendis sem háseti og stýrimað-
ur; þar á meðal stýrimaður á
skipum Dansk-Russisk Co, og
öðrum útlendum skipum. Arið
1917 varð hann stýrimaður á
Villemoes og hefur síðan verið
óslitið hjá Eimskipafjel. Er nú
skipstjóri á strandferðaskipinu
»Esja«.
Þ. Beck hefur verið sem
stýrim. og skipstjóri á flestum
skipum sem Eimskipafjelagið á
og stjórnar (landsskipunum) en
lengst á strandferðaskipunum
Sterling og Esju, og er þannig ]úlíus Júliníusson.
orðinn landsmönnum mjög kunn-
ur. Honum hefur auðnast það,
að sýna atkvæðadugnað í starfi
sínu og vinna hylli allra, sem
honum hafa kynst. Er það þó
stundum vanþakklátt verk að
vera skipstjóri á strandferða-
skipunum hjer við land. Kemur
þar að góðu haldi lipurð og
júfmenska Þórólfs skipstjóra.
Þórólfur
Einar Stefánsson fæddist
að Knararnesi á Vatnsleysu-
strönd árið 1884. Um ferm-
ingaraldur fór hann að stunda
sjó á þilskipum, og gekk svo á
Stýrimannaskólann í Reykjavík
og tók þar próf 19 ára gam-
all. Hjelt síðan áfram námi er-
lendis og tók þar æðri próf, og
sigldi um hríð erlendis sem
stýrimaður og fór víðsvegar um heim. I þjónustu
Eimskipafjelagsins gekk hann strax við stofnum þess,
fyrst sem srýrimaður, uns landið keypti Sterling til
strandferðanna. Varð hann þar skipstjóri sumarið 1917
og stjórnaði því þar til hann tók við Goðafossi 1921
og er þar síðan.
Einar skipstjóri er alþektur að dugnaði og áreiðan-
leik, og mun það samt varla vera alkunnugt, hvað
hlutverk hans hefur oft verið erfitt. Hann tók við
Sterling á mestu vandræðatímum stríðsins og varð
Sigurður Pjetursson.
þar að halda uppi samgöngum milli allra hafna lands-
ins og Reykjavikur, en um það bil fengu fjölda margar
hafnir úti um land megnið af nauðsynjum sínum frá
Reykjavík. En strandferðir um hávetur á Sterling
voru glæfraferðir. Skipið gamalt og alls ekki útbúið
til vetrarferða hjer við land í hafísum og hríðum.
Þegar hann tók við Goðafossi, sem er stærsta og
besta skip fjelagsins, varð hann um leið að taka við
ferðum til verstu hafna landsins, sem hin útlendu út-
gerðarfjelög áskildu sjer stundum að vera laus við.
Beck.
Einar Stefánsson.