Óðinn - 01.01.1924, Qupperneq 43
Og hann laut svo djúpt að enni hans snart gólfið.
Og keisarinn varð mjög glaður.
Hann stje fram úr hásæti sínu, tók hönd gefandans
og reisti hann á fætur.
Og á meðan gullhylkið var opnað gladdist hjarta
mannsins og sál hans hvíslaði að honum: Aldrei hef-
ur nokkur maður í heimi fært nokkrum konungi slíka
gjöf: keisarinn mun sæma þig stórum sæmdum, þú
munt verða æðsti maður í ríkinu og besti vinur
keisarans!
Og þegar keisarinn sá perluna, þá furðaði hann
stórum slíka undrafegurð, og hann mælti við manninn:
— Sjá, perla þín er fögur, liómi hennar er bjartari
en tunglsljósið, í sannleika er hún meira virði en allir
mínir fjársjóðir, mætari en allir gimsteinar Indíuborga.
Sjá, gjöf þín ér oss þóknanleg og jeg vil gera þig
æðstan mann í ríkinu og besta vin keisarans. En
fyrst verður þú að kafa niður í hin dýpstu djúp og
hætta lífi þínu einu sinni enn, gegn öllum ógnum
djúpanna, til þess að sækja mjer aðra perlu, sem er
þessari lík.
Þá gekk maðurinn í brott drúpandi höfði, og þegar
hann kom út fyrir, tók hann að gráta beisklega, því
að hann skildi nú að alt var unnið fyrir gíg.
Djúpin höfðu aldrei átt fleiri en eina slíka perlu.
(Þýtt hefur Halldór Kiljan Laxness.)
M
Guömundur góöi Arason,
5. Hólabiskup.
Horfin er hin forna frægð,
forðum sem að ríkti á Hólum:
»Helgir menn« á helgum Stólum,
höfðu ráð á sekt og vægð. —
Há-altaris hæsti dómur,
hljómur klukkna’ — og bænarrómur
lýðnum veitti hugarhægð.
Þar var bent á ljóssins leið,
líka hyltir skuggar dimmir.
Höfðingjar í gjörðum grimmir
gáfu Drotni helgan eið. —
Ofugstreymi í aldarfari.
Oreiganna þjettur skari
kraup fyrir eigin kvöl og neyð. —
Löng og merk er sagan sú,
sem af æðstu klerkum gengur;
meðal þeirra margur drengur
mikill var í starfi og trú.
En, ef til vill, allra bestur,
andríkastur, stærstur, mestur,
Gvöndur góði! — það varst þú.
Þótt þig skorti fje og föng,
fengirðu ofsókn marga að reyna,
vesælum þú veittir beina,
vottur guðs í stríði og þröng!
Háleit rök frá helgum brunni
hljóðlega streymdu af þínum munni.
Blessun hlautstu í bæn og söng.
Hrein og blíð og björt var sál,
eins og lind, sem áfram rennur, —
eins og vitaljós, er brennur
út við dimman Drafnar ál.
Lýðum varstu líkn og yndi,
læknaðir dýpstu mein í skyndi. —
Trúin þín var tállaust mál.
Um þig kváðu kjarnyrt Ijóð
Arngrímur og Árni1) forðum;
þar er farið auðgum orðum
um þitt starf og verkin góð. —
Fortíðin þig frægan taldi.
Framtíðar á sögu spjaldi
ljómi’ um nafn þitt geisla glóð. —
P. P.
Jón Magnússon og
Halla Árnadóttir.
Það er merkra manna að minnast, þar sem eru
hjón þau, er hjer fara myndir af, ]ón sál. Magnússon
frá Bráðræði, og kona hans Halla Árnadóttir. Það
var hvorttveggla, að þau voru bæði af góðu bergi
brotin, komin bæði af merkisfólki og kjarnmiklum
stofni í ættir fram, enda voru þau bæði sæmdarmenn
í hvívetna. — Með því að enn er skamt síðan þau
hjón bæði ljetust, þá skal hjer með fáum orðum gerð
nokkur grein lyrir helstu æfiatriðum þeirra, svo að
minning þeirra ekki fari að öllu leyti með þeim ofan
1) Sbr. Biskupasögur, II. B., 1., bls. 178—220.