Óðinn - 01.01.1924, Qupperneq 46

Óðinn - 01.01.1924, Qupperneq 46
46 ÓÐINN stök trúmenska hefur jafnan verið eitt aðaleinkenni hans. Þessum einkennum heldur hann enn í dag. Hann er árvakur maður í orðsins venjulegu merkingu og hann er sífelt vakandi um allar sínar skyldur. Hann hefur jafnan ákveðið takmark til að keppa að, og hafi hann náð einu marki, er annað óðara framundan, og jafnskjótt og hann hefur sett sjer fyrir, fer hann að vinna að hinu nýja verkefni og lætur venjulega ekki staðar numið fyr en hann hefur lokið því. Starfs- hugurinn er alveg frábær og vinnuþrekið ótrúlega mikið og hefur ]ón í Káranesi þó ekki verið neinn sjerlegur þróttmaður að líkamlegum burðum. En hug- urinn hefur borið hann hálfa leið og meir en það. Nú er hann orðinn lúinn maður, en fjörið er hið sama, ótæmandi fjör í hugsun, orðum og athöfnum. Hann kemur stundum nokkuð fljótlega fram og er ekki sem orðvarastur. Hreinskilnin er á aðra hönd, en svo ræður hann ekki við fjörið í hugsun sinni og hefur ekki tóm til að vega orð sín nægilega. En þó hann sje nú helst til hvatvís stundum í orðum, fyrir- gefst honum það jafnan vegna mannkosta hans. Sumir, sem helst til lítt þekkja til Jóns, munu ætla að hann sje ekki meir en svo skynsamur maður. Vegna flugsins í hugsuninni er hann einatt helst til fljótur til að láta þær uppi, en eftir mínu viti er Jón í Káranesi eiginlega gáfaður maður. Jeg veit ekki hvort hann mundi gáfaður með tilliti til bóknáms, á það hefur ekki reynt, því hann hefur ekki verið til neinna menta settur, en hann er hugsjónamaður, sem ekki lætur staðar numið við framtíðardrauminn, heldur reynir óðara að leiða hann út í lífið sjálft. Hann er hygginn maður og einatt frábærlega fljótur til að gera sjer skynsamlega grein fyrir mörgu máli og leggja niður fyrir sjer, hvort eitthvað sje hyggilegt eða ekki og hvernig eigi að koma því eða því fram. Hann er snarráður og einkar úrræðagóður. Og verð- ur ekki sú gáfa farsælust fyrir allan almenning, þegar einstaklingurinn þekkir sinn vitjunartíma, skilur köllun sína og er vakinn og sofinn í að sinna henni? Hann er skemtilegur maður og orðheppinn og fjörgar aðra upp með fjöri sínu og glaðværð, sem með honum eru. Hjálpfús er Jón með afbrigðum og líknlundaður. Þó honum stundum hrjóti orð um náungann, sem ekki á að vera, er hann manna fúsastur og fljótastur til að rjetta honum hjálparhönd. Gestrisinn er hann, áreiðanlegur og í fæstum orðum vænn maður. Um dugnað Jóns er margs að geta. Vil jeg nefna eitthvað af því: Jörð sína Káranes í Kjós, er var fremur lítilfjörleg jörð er hann kom þangað, illa hýst, með litlum engj- um og litlu túni, aðeins 7 dagsláttur að stærð (jörðin sjálf eftir eldra mati 7—8 hundruð) hefur hann bætt á margan hátt. I fjelagi við aðra bændur, nágranna sína, hefur hann bætt engjarnar með áveitu úr Laxá. Hvert hús hefur hann bygt upp á jörðinni. íbúðarhús 10X12 al. með veggjum að hálfu leyti steyptum og að hálfu leyti úr timbri, járnvarið með kjallara undir (einlyft), fjós og hesthús fyrir 18 stórgripi með áfastri heyhlöðu fyrir 350 hesta, steypt á 3 vegu, heyhlöðu með járn- þaki með veggjum úr torfi og grjóti, er tekur um 300 hesta. Fjárhús á hann yfir 140 fjár. Nú er hann að undirbúa áburðarhús úr steinsteypu, sem mun komast upp í sumar. Nú er hann búinn að sljetta túnið og bæta við það 8 dagsláttum. Af þeim 8 dagsláttum eru 3, sem verða fullgerðar nú í sumar, að nokkru leyti sáðsljetta. Girðingar og fleira mætti tína til, er Jón hefur gert jörð sinni til bóta, þar á meðal hefur hann kost- að miklu til að varna Bugðu að brjóta land jarðar- innar. En auk þess, að hann er sívinnandi heima fyrir og vakinn og sofinn í að gæta hags síns eigin heimilis, vinnur hann ósköpin öll utan heimilis. Menn keppast eftir að njóta starfs hans, því bæði er hann sæmi- lega góður smiður, og svo er dugnaðurinn, ósjerhlífnin og trúmenskan á aðra hönd, vakandi áhugi hans á að leysa §törfin af hendi fyrir aðra, engu síður en fyrir sjálfan hann væri. Og það er víst, að þó Jón í Kára- nesi vinni vitanlega fyrir laun, vinnur hann ekki vegna launanna, heldur vegna þess, að honum finst skyldan kalla. Á jörð sinni hefur Jón blómlegt bú. Raunar hefur jörðin ekki borið allan þann fjenað, en til afnota hefur hann stóran engjablett frá annari jörð. Jón á nú jörðina og alla áhöfn á henni og meir en það. Hefur hann hafið sig upp úr fátækt til þess að verða efnaður maður og góður liðsmaður í sveitar- fjelagi sínu. Þessu hefur til leiðar komið frábær dugn- aður hans, en ekki hefur hann komist hjá erviðleik- unum, og verður nú vikið að því. Af 4 börnum þeirra hjóna eru nú tvær dætur lif- andi, önnur, Valgerður, heima ógift í föðurgarði, hin, Kristín, nýlega gift og farin að búa í Kjósinni. Tvo sonu áttu þau hjón, mestu efnismenn og einstaka gæðadrengi. Báðir veiktust af lungnaberklum. Annar þeirra, Guðsveinn, veiktist eitthvað 15 ára og var stundum heima, en langdvölum á Vífilsstöðum, stund-

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.