Óðinn - 01.08.1933, Qupperneq 7

Óðinn - 01.08.1933, Qupperneq 7
ÓÐINN 63 hægði förina alt i einu, hrökk þá prestur af baki ofan í svaöið, enda var hann töluvert drukkinn. Var þá dátt hlegið á hlaðinu og heyrði prestur það. Kvað hann þá: Hlægið að gleði, hlægið að nauð, hlægið að hverskyns trega. Hlægið þið lífs og hlægið þið dauð, hlægið þið eilíflega. Guðriður stóð í bæjardyrum og gegndi samstundis: Þú átt hjá mjer ljóða lán, lítið skal þjer þægja. Vertu svo lengi vafinn smán sem við erum að hlæja. í ljóðabók sjera Jóns eru margar lausavisur, sem hann hefur kastað fram til þeirra mægðnanna. Guð- riður yngri fær þessar: Girnast muna fleiri ’en fá fljóð í stolnu glingri. Glæpaskrúðanum gengur á Guðriður hin yngri. Þó í hausinn vanti vit vif, með heyrn og máli, sjest það ei fyrir silfurlit og silkiklúta prjáli. Til Guðríðar skáldkonu, konu Ögmundar, kveður hann: Skal mjer auðnast að skira þann, er skapar Ögmundur sporaðan? Lifi jeg þá og leik mjer hress, en langt mun verða að biða þess. Förum og smíðura nú i nótt nefið á drenginn marghlykkjótt, og líkamsskrifli langt og mjóttl En um Ögmund sjálfan kveður hann þrjá bragi, og kallar hann þjóf. — Sá síðasti endar þannig: Honum samt til lengri lukku ljæ jeg þessa visna klukku, þjófadómur það er minn; hún skal sifelt honum yfir hljóma, meðan fjandinn lifir, þó hann steli’ í þriðja sinn. Og ekki er hann búinn að gleyma Ögmundi, þegar hann yrkir kvæði sitt »Hýðingarnar«, þegar sýslumönn- um og hreppstjórum var skipað að hýða sakamenn: Ögmundur fjekk engin gjöld, ófrómastur drengja; nú er komin önnur öld, alla má nú flengja. Firðar báru skjóma’ og skjöld skæran fyrr í hendi, en vor göfug yfirvöld eru prýdd með vendi. Einar Einarsson varðskipsforingi. »Óðinn« hefur áður (1929) flutt myndir tveggja fyrstu varðskipsforingjanna. — Priðji varðskipsforinginn er Einar Einarsson, og tók hann við stjórn »Ægis« sumariö 1929, sem þá var ný- smíðaður, og er nokkru stærra skip en Óðinn, og með olíuvjel- um. Mynd af Ægi er í Óðni 1929. — Einar er röskur maður og dug- legur, og tók fjölda togara á meðan hann hafði landhelgis gætslu. En út af mála- ferlum við skip- stjóra eins af is- lensku togurun- um, sem Ægir hafði tekið, en neitaði, að hann hefði verið innan landhelgi.og vann að lokum málið, hvarf Einar frá landhelgisgætslunni. Nú síðastl. vor vakti það mikla athygli, er hann náði út erlendum tog- ara, sem strandað hafði austur á söndum og verið seldur þar. En Einar kom á honum hingað til Reykjavíkur, litíð skemdum. Einar er sonur Einars Markússonar, bókara ríkissjóðs. Hreppstjórunum heiður ber, hýða þeir svo blæðir, þeirra mestur einn þó er: að hann slær og græðir. Það var Grímur græðari á Espihóli, sem tærnar tók af hringagná, sem Jónas Hallgrimsson vildi hugga með því, að gefa henni gull i tá, þó Grímur tæki þær allar. Mjer virðist næsta undarlegt, hvernig sjera Jón legg- ur fjölskyldu þessa í einelti með keskni sinni og áburði og dettur i hug, hvort því kunni ekki með fram að valda, að honum hafi sviðið undan samkveðlingum Guðriðar, sem eflaust hafa verið fleiri, þó þeir sjeu því miður tapaðir. Jón Jónsson, læknir. #

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.