Óðinn - 01.08.1933, Qupperneq 13
ÓÐINN
69
vissi jeg hvar vjer vorum — 80 vikur í land-
suðri frá Hvarfi. — Svona leið dagurinn. —
17. Byrr góður, en ofsa hvass, um nóttina
áður fórum vjer yfir isspöng eigi breiða. Land
sjeð um kvöldið. Lesið Fingrarím Jóns bps.
Árnasonar.
18. Fagurt veður, vindur á vestan en hægur.
Enginn vissi hvar vjer vorum, því loggunum
bar eigi saman1). Land sást um daginn og var
siglt til Júlíaníuvonar.
19. Um morguninn mættum vjer ís fyrir fram-
an Júlíaníuvon, var reynt til að komast inn í
gegnum hann, en ísinn var þjettur, það er kall-
aður »Pakis«, er jakarnir liggja þjett saman, svo
eigi verður komist i gegnum.
1 »Polar seas and regions« er skýrt frá nöfn-
um á ýmsum ís, sem reyndar er nú eigi fylgt
með öllu, sbr. Scoresby.
20. september. Sama veður, vindur á norðan.
Lesin jarðyrkjufræði Alfreds Libsons, góð bók.
21. september. Um miðjan dag lagt inn í ís-
inn, hann var laus, og var eigi örðugt að kom-
ast áfram. Það var jökul-ís að sjá og gamall
mjög, því hann var mjög þveginn í sjávarbrún-
inni. — Haldið áfram að lesa Libson. Lagst við
jaka um kvöldið skamt fyrir framan Cape Deso-
lation. Dýpt mæld 1640 faðmar, hið lang-mesta
dýpi. Taugin varð föst á uppdrættinum.
22. september. óttalegur dagur. Um nóttina
brast á ofsa-veður á austan landsunnan, sjórinn
rauk hvítur sem mjöll, og ekki sást meir en
tvær skipslengdir fyrir þoku, regni og sjávar-
drifi. Vjer vorum mitt inni í ísnum, og nú var
farið að komast út (vestur) úr ísnum með gufu
og tveim, síðar einu litlu segli, og þó fórum
vjer 4 milna ferð eður meira. Sjórinn rauk yfir
skipið aftur og fram í, og í hviðunum var sem
alt ætlaði ofan að keyra, en þó var ísinn verstur.
Vjer vorum eitt sinn (um ll1/*) lokaðir í ís á
allar síður, skipið hrakti aftur á bak og svo til
beggja hliða, þar til það lá sem dautt milli jak-
anna. Það var hræðílegt ástand. — Að lyktum
losnaði skipið, og eftir það mættum vjer ein-
ungis nokkrum lausum jökum. Kl. 2 vorum
vjer úr mestri hættu, og um kvöldið lygndi og
varð kyrt um nóttina.
23. IJað var sunnudagur. Þá var bjart veður
og sólskin, veður á útsunnan, vjer sigldum aftur
1) In heroic times, smuggling and piracy were dee-
med not only not imfamous, but absolutly honorable.
upp og norður með landi. íshroði þegar sjeður
um dagmál, en einstöku jakar þegar er birti,
en um miðdegi hvesti svo mjög, að vjer urðum
að leggja frá landi, sem þá sást i fjarska, og
lögðum i rjett skipinu um nóttina (í rjett =
op i Vinden).
24. Siglt aftur til lands hagstæðan byr en lít-
inn, varð lygnt um dagmál og hjelst það um
daginn. Gufuvjelin albætt um kvöldið kl. 6.
Skotið upp púðurflugu. 40 faðma dýpt.
25. september. Haldið upp að Fiskinesi 63° 3'
og vissum eigi fyrr en vjer vorum hátt upp í
landi. í veðrinu hafði Fox hrakið svo af leið,
að leiðreikningurinn var rangur. — (Tracing of
Iceland & Faroe island by Chambers. — Lesinn
Pagets Pathologie 1. Part.).
26. september. Sofið fram að miðdegi, regn
en lygnt. Bar ekki til tíðinda, er í frásögur sje
færanda.
27. september. Stormur etc etc.
28. september. Betra veður, siglt austur eður
til lands, áður var siglt 1 útsuður. Nú 100 enskar
vikur undan landi, undan Fredreksvon’).
29. september. Sjeð land. Stormur og andviðri
sem vanalega.
30. september. Lesin »Americas arktiske
Landes gamle Geographie«.
Við Skagafjörð, Drangey, 13. bls. athuga: dregur
nafn af eynni á miðjum firði (Sedlevik = Drang-
ey), sem á íslandi, þá Uloamiut = Skagafjörður.
Nöfnin eru færð frá íslandi, og hafa landnáma-
menn liklega verið þaðan eður minsta kosti
þekt Skagafjörð vel, sbr. Melrakkanes s.st., sbr.
Vatnsdalur = Tessermiutiak, vegna líkingar af
Vatnsdal á lslandi? — Bafnsfjörður, 14. bls.,
hefur gengið milli Sermersok að austan og
meginlands að vestan, eður Ounartok-fjörður,
er sjest af laugunum þar; Austfjörður að
austan milli Sesmersok og meginlands. Agliutsok
eður Lihtenaufjörður. — Sermelik = Siglu-
fjörður. Igalliko = Einarsfjörður. Kakortok-
fjörður = Hvalseyjarfjörður. Kangerdluassuk =
Kambstaðafjörður. Tunnudluarbik = Eiríks-
fjörður.
Harðsteinaberg = Bjergkrystal eður Qvarts.
Melrakkabelgur, sem er mórauður niðri í, en
1) Weather-gall = vort hafgall (s. Scoresby) þ. e. fótur
af friöarboga. NB. Myndir jakanna: borð, hausar, menn,
dýr. Litur: einn jaki stundum svartur sem sker, annað
veifið bjartur, svo dökkur aftur, sbr. geislabrot.