Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 19
ÓÐINN
75
Minningar
um heimilið á Þorvaldsstöðum í Skriðdal á fyrsta
fjórðungi 20. aldar.
I.
Einhverjar björtustu endurminningarnar sem
jeg á frá æskuárunum eru tengdar við kynnis-
ferðirnar, sem foreldrar mínir voru vanir að
fara einu sinni á ári, eða að minsta kosti annað-
hvort ár, upp í Hjerað.
Foreldrar mínir bjuggu á Höskuldsstöðum í
Breiðdal, en móðir mín átli systkini í Skriðdal,
þeirri uppsveit Hjeraðsins sem næst liggur Breið-
dal — auk margs annars skyldfólks, er fyrr var
farið, og við sáum ekki nema með höppum og
glöppum á margra ára fresti; sumt aldrei.
En þessi systkin móður minnar bjuggu sitt á
hvorum bæ í Skriðdal. Bróðir hennar, Einar
Jónsson, var þá farinn að eldast, er jeg man
fyrst eftir honum. Hann bjó í Sandfelli, ytsta bæ
í Skriðdal, og var þangað hæg dagleið að heiman
frá okkur. Skemri ferð var þó að Þorvaldsstöð-
um, þar sem móðursystir mín, Vilborg Jóns-
dóttir, bjó, og má vera að það hafi nokkru um
valdið, að þangað var ferðinni oftar heitið. Hitt
mun þó heldur, að þær systur voru meir jafn-
aldra, enda dó Einar bróðir þeirra ekki mjög
löngu eftir að jeg kom til vits og ára.
Þannig atvikaðist það þá, að þessar björtu
endurminningar, er jeg nefndi í upphafi, eru
einkum tengdar við Þorvaldsstaði og ferðalögin
þangað.
Fyrst var nú ferðalagið sjálft yndislegt í góðu
veðri, og sjaldan var öðru veðri sælt, nema
nauðsyn bæri til. Við áttum yfir heiði að fara,
heldur lágan fjallveg í loftinu, á austfirðskan
mælikvarða. Þó skorti ekki náttúrufegurð í skógi
vöxnum hlíðarbrekkunum eða um bratta röðla,
er vita fram að freyðandi fossum heiðarárinnar,
enda virtust jafnvel hestarnir kunna að meta út-
sýnið. Þeir voru altaf vanir að ganga fram á
brúnirnar, eins og þeir væru að íhuga úða-filur
fossins. Siðan lá vegurinn um þröng, þar sem
háir hamrar eru á aðra hönd, en áin á hina,
uns komið var upp á Tjarnarflötinn, þar sem
heiðarvatnið blikaði í sólskininu. Þaðan var
skamt upp á Tjarnarás, er skiftir vötnum milli
dalanna. Af Tjarnarási var gaman að líta ofan í
Breiðdalinn að baki, með sínum háu, dalskornu
og tindóttu fjöllum, er stungu svo kynlega í stúf
við hinar flötu brúnir og breiðu bungur Hjeraðs-
fjallanna fram undan. Fanst mjer, sem var
vanur tindafjöllunum, ávalt vera þoka á Hjeraðs-
fjöllum, er fæli tindana sýn.
Þegar ofan í dalinn kom, lá leiðin fyrst um
yndislegan skógi vaxinn dal, Viðigróf, þar sem
hver gilskoran við aðra tafði fyrir ferðalanginum.
En bráðum var komið út að Skriðuvatni, en það
var eiginlega eina vatnið, sem jeg hafði sjeð, og
þess vegna furðulegt og lokkandi í mínum augum.
Þar fyrir utan tóku við Haugahólar, þeir voru
að sögn óteljandi, og svo krappir hvammar voru
þar, að sagt var að hvergi sæist úr þeim nema
upp í heiðan himininn. Þar var mikið gaman
að ríða meðfram Haugalindinni, sem mjer var
sagt að væri stærsta kaldavermsl á landinu og
legði aldrei. Þar gafst ávalt tækifæri til að at-
huga nokkra hvika óðinshana og, þegar best
ljet, eina og eina önd með unga. Eftir það lá
leiðin eftir valllendi og aurum, það sem þá var
eftir til að komast út fyrir Múlakollinn, er
gnæfir þar greypur og dökkbrýnn í miðri sveit,
þvi Þorvaldsstaðir standa hinumegin við hann,
vestan ár í norðurdal Skriðdals, og er yfir tvær
ár að fara silt hvoru megin Múlans, Múlaána
austan undir honum og Geitdalsá að vestan,
mikið vatn og ófrýnilegt á vorin í leysingum,
enda ávalt riðið með varúð, oft með fylgd frá
Þingmúla.
Það er á leiðinni niður að Geitdalsá að Þor-
valdsstaðir blasa við sýn. Reisulegur bær með
hvítum þiljum stendur uppi undir fjallsrótunum,
en framundan breiðist túnið grænt og sljett,
ásamt grundinni, er nær óslitin ofan að á. Á
þessum grundum tóku hestarnir venjulega síð-
asta sprettinn, enda voru þeir þá fúsir til þess
eftir hrollinn í ánni, er oft var á miðjar síður,
stundum í taglhvarf á þeim er smávaxnir voru.
Auk þess vissu þeir að haginn beið þeirra.
II.
En þólt ferðalagið sjálft væri gott, var álita-
mál hvort það væri betra en dvölin á Þorvalds-
stöðum.
Þar var að jafnaði margt manna í heimili,
fleira en jeg átti að venjast heima fyrir. Flest
af þessu fólki var frændfólk mitt, alt frá afa og
ömmu, sem mjer þótti mjög væni um, til krakk-
anna, er voru á ýmsum aldri: fimm heimasætur