Óðinn - 01.08.1933, Blaðsíða 23
ÓÐ I N N
79
geyma hana að nokkru fyrir yngstu kynslóðina
og annað fólk framtíðarinnar, er kynni að vilja
hnýsast til uppruna síns, þá er tilgangi þeirra náð.
Ballimore, vorið 1932.
Steján Einarsson.
0
Sjera Friðrik Friðriksson:
Starfsárin.
Ferð um Austurland (Framh).
Næsta dag var kirkja troðfull, mest af norskum
sjómönnum. Sjera Bjarni var organisti fyrir mig og
frú Sigríður var orðin það hress, að hún gat komið
í kirkjuna. Þar heilsuðumst við. Frúin söng uppi við
orgelið og leiddi það sönginn ágætlega; var söngur-
inn í kirkjunni betri og samfeldari, en jeg hafði átt
að venjast við Norðmanna-messur mínar, því sjómenn-
irnir virtust laga sig eftir hinni hljómskæru og þó
fullkomnu rödd frúarinnar. í endalok ræðu minnar
heyrðist að utan hljóð úr eimpípu þess skips, sem
jeg ætlaði með áleiðis, og var það að koma. —
Eftir messu hafði jeg að eins tíma til að tala stundar-
korn við þau hjónin, því skipið hafði svo stutta við-
dvöl. — Jeg hjelt svo af stað með skipinu og kom
það við á Haganesvík um kvöldið. Jeg kom þar í
land og skemti mjer vel nokkra stund hjá gestrisnu
fólki, mig minnir það væri hjá Guðmundi Einarssyni
kaupmanni, bróður Páls Einarssonar hæstarjettar-
dómara. — Um nóttina var svo siglt inn á Hofsós.
Þar kom út á skip Erlendur Pálsson, frændi minn;
var hann faktor við verslun á Grafarós. Hann fagn-
aði mjer vel og bauð mjer heim til sín, og bað mig
að dvelja hjá sjer vikutíma eða svo, og kvaðst skyldi
lána mjer hest suður til Borgarness, ef jeg vildi fara
landveg og taka með mjer Pál, son hans, er þá um
vorið hafði gengið inn í skóla og átti nú að fara
suður.
Þetta samdist með okkur og skyldi jeg verða sóttur
til Sauðárkróks næsta fimtudag. — Síðan fór jeg með
skipinu yfir að Sauðárkrók og fór þar í land. Jeg
gekk þegar heim til sjera Árna Björnssonar, en er
jeg kom þangað, var að safnast saman fólk, því jeg
hitti svo á, að verið var að jarða litla dóttur prests-
ins, ungt barn, og var jeg við jarðarförina. Jeg man
vel að sálmurinn nr. 611 í sálmabókinni var sunginn.
Jeg hafði aldrei heyrt þann sálm sunginn fyr. — Öll
jarðarförin fór hið besta fram. — Eftir jarðarförina
settist jeg um kyrt, því prestshjónin vildu ekki annað
heyra en að jeg gisti hjá þeim. Seinna um daginn
gengum við sjera Árni suður í kirkju og voru elstu
drengirnir í för með okkur, Björn og Sigurjón. Við
krupum niður við altarið og voru drengirnir á milli
okkar. Nú báðum við báðir hátt og var bæn sjera
Árna bæði heit og hjartanleg, enda titruðu viðkvæmir
strengir í sálardjúpinu. Jeg gleymi aldrei þeirri stund.
— Mjög urðu þeir bræðurnir mjer hjartkærir og þó
ekki síst Páll litli, sem var yngstur.
Á þriðjudagskvöldið var haldin samkoma í kirkj-
unni, og var hún vel sótt og fór vel, enda bætti það
stórum, að vjer höfðum svo góðan organista, því
organisti kirkjunnar, Hallgrímur Þorsteinsson, kom
framan úr sveit, þar sem hann var við heyskap, til
þess að stýra söngnum. Næsta dag var jeg um kyrt,
en á fimtudaginn kom Páll Erlendsson að sækja mig
og hjeldum við til Grafaróss um kvöldið. — Þar var
mjer tekið opnum örmum af þeim hjónum Erlendi
og konu hans. Jeg þekti þau vel áður, er þau á
skólaárum mínum bjuggu á Sauðárkrók. — Var jeg
þar nær viku í besta fagnaði. Erlendur og móðir mín
voru systkinabörn í móðurætt hennar. — Varð okkur
gott til vinsemdar, frændunum, Páli og Vilhelm, son-
um þeirra hjóna, en dótfur þeirra, Önnu, hafði jeg
þegar kynst á Seyðisfirði þá um sumarið. Hún var
hjá Vilhelmínu systur Erlends og trúlofuð Jóni Ól-
afssyni, bróður þeirrra Ragnars og Pjeturs Ólafssona;
voru þeir bræður bróðursynir Ingibjargar fyrverandi
húsmóður minnar á Síðu, eins og frá er sagt í fyrra
bindi þessarar sögu.
Eftir dvöl mína í Grafarósi lögðum við Páll af stað
og hjeldum til Víðimýrar, því að við vorum sam-
mæltir Þorvaldi bónda Arasen, sem ætlaði til Reykja-
víkur með dætur sínar til náms. Á leiðinni þangað
komum við til Viðvíkur að heimsækja sjera Zóphón-
ías prófast Halldórsson. Dvöldum víð þar að eins
litla stund og kvaddi jeg minn gamla kennara, án
þess að vita að þetta voru síðustu samfundir okkar.
Við komum líka við á Sauðárkróki og kvaddi jeg
þar vinafólk mitt og riðum við þaðan um kvöldið að
Víðimýri. Áttum við þar ágæta nótt og hjeldum af
stað næsta morgun. Ekki man jeg hve mörg við
vorum í förinni, en svo mikið er víst, að það var
skemtilegt ferðalag. Jeg reið á ágætum hesti, reið-
hesti Erlendar sjálfs, og var hann svo þægilegur að
vart mundi jeg betri hest kjósa. Sjerstaklega var
hann skemlilegur á valhoppi og vandi jeg hann á að
valhoppa eftir lagi Sigvalda vinar míns Stefánssonar