Óðinn - 01.08.1933, Qupperneq 25
ÓÐI N N
81
staðar í miðbænum fengist blettur til að byggja á.
Svo bættist á, að margir af fjelagsmönnum voru
gramir út af sölunni og kvíðafullir, eins og jeg, og
varð jeg að reyna til að hughreysta þá og tala kjark
í þá, og verja gerðir fjelagsstjórnarinnar, enda þótt
jeg gerði það móti sannfæringu minni. Mjer fanst
mjer vera skylt að halda hlífiskildi fyrir henni og
ekki láta bera á æðru sjálfs míns. — Jeg sagði eift
sinn við einhverja, sem voru að tala um að ómögu-
legt yrði að finna stað í miðbænum fyrir K. F. U. M.:
»Jeg er viss um að Drottinn finnur oss stað, jafnvel
þótt þess þyrfti með að láta heila spildu í bænum
brenna*. — Þetta gerðist árið 1904, því að þá var
húsið selt, en vjer höfðum það á leigu til vorsins
1906. — Löngu seinna fengum vjer lóð á bruna-
rústum bakarísins, sem var bak við Latínuskólann.
En jeg var alls ekki hrifinn af þeim stað; mjer fanst
hann vera of afskektur og falinn; einnig of langt frá
höfninni fyrir sjómannastarf vort. — En alt þetta
heyrir nú fremur til fjelagssögunni, en minni eigin,
nema hvað mínar eigin tilfinningar snertir, og hjer
skal því ekki farið út í einstök atriði. —
Haustið 1905, er jeg kom úr Austfjarða-förinni,
og byrjaði á vetrarsfarfinu, vissi jeg að þetta yrði
síðasti vetur í Melsteðshúsi. Var jeg þegar farinn að
kvíða fyrir umskiftunum og einsetti mjer að nota sem
best tímann til starfsins, sjerstaklega meðal sjómann-
anna, því að mig grunaði að lítið mundi verða úr
þeirri starfsemi, er komið væri í fyrirhugaða fjelags-
húsið. Sjómanna starfsgreinin hafði ávalt verið mjer
mjög kær og átti jeg marga virktavini í þeirri stjett.
Þeir höfðu og veitt mjer ýmsan sóma, t. d. á jólun-
um 1903, er stór hópur af þeim kom heim til mín
og gaf mjer mjög vandaðan bát, stórt fjögurra manna
far, með seglum og óllum útbúnaði og þrem árum á
borði, eins og fyr er frá sagt. Það var prýðilegur bátur
og sigldi ágætlega. Varð mjer hann til mikils yndis og
man jeg marga skemtilega siglingu á honum og margar
ferðir út í »skúturnar«, þar sem mjer ávalt var tekið
opnum örmum. Jeg átti marga góða vini, bæði meðal
skipstjórnarmanna og háseta. Lestrarstofan var afar vel
sótt og notuð. Á jeg þaðan margar minningar, sem
of langt yrði um að skrifa. Jeg hafði líka mikið sam-
band við Stýrimannaskólann og hjelt samkomur fyrir
hann annaðhvort laugardagskvöld. Á eftir samkomunum
sátum vjer oft heill hópur og ræddumst við um ýms
framfaramál stjettarinnar. Mig langaði til að læra
stýrimannafræði, en aldrei varð samt neitt úr því.
Vjer töluðum líka oft um, að gaman og gagnlegt
væri að K. F. U. M. keypti sjer skip og hjeldi því
Geir Sigurðsson skipstjóri.
Hann átti sextugsaímæli 8. sept. í ár, fæddur á Skip-
hyl í Hraunhreppi í Mýrasýslu 8. sept. 1873. Foreldrar
hans, Siguröur Jóns-
son, frá Hjðrsey, og
Hólmfriöur Sigurðar-
dóttir, frá Tjalda-
brekku, íluttust hing-
að til Reykjavíkur
ofan af Mýrum 1882,
og síðan hefur Geir
dvalið hjeríbænum.
Hann útskrifaðist af
Stýrimannaskólanum
1895 og var skipstjóri
á þilskipum frá 1897
til 1918, en Ijet pá af
sjómensku. Hann
var einn af stofnend-
um Fiskifjel. tslands
1911 og hefur altaf
síðan verið í stjórn
pess. í bæjarstjórn
Rvíkur átti hann sæti
um eitt skeið, einnig
i niðuijöfnunarnefnd og í hafnarnefnd. í sjódómi Rvíkur
hefur hann átt sæti síðan sá dómur var stofnaður. —
1903 var hann einn af stofnendum síldveiðafjelagsins
»Draupnir«, og var formaður á skipi pess, par til fje-
lagið hætti störfum 1912. — Hefur Geir haft forgöngu í
mörgum framförum sjávarútvegsins hjer á liðnum árum
og hefur notið almenns trausts og vinsælda. Hann var
kvæntur Jónínu Ámundadóttur, frá Hliðarhúsum. Hún
dó í spönsku veikinni 20. nóv. 1918. Þrír synir peirra
hjóna eru á liíi.
úti eftir sínum hugsjónum; áttu allir, sem á því skipi
vildu vera, að eiga stærri eða smærri hluti í skipinu,
og allir vera meðlimir K. F. U. M.; skyldi vera í því
góður og vel útbúinn »lúgar« fyrir háseta og aðbún-
aður hinn besti. Alt framferði skipverja skyldi vera
eftir hugsjónum K. F. U. M; aldrei veitt á sunnudög-
um og húslestur lesinn. Hefði jeg verið dugnaðar-
maður, hefði vel mátt takast að koma því í fram-
kvæmd.
Þá hafði jeg og mikið yndi á þeim árum af sam-
bandi mínu við Latínuskóla-pilta. Jeg kendi allmörg-
um undir skóla og hafði marga í fjárhaldi. Mjer þótti
gaman að geta fylgst með námi þeirra og »stúderaði«
jafnan á laugardögum vitnisburðarbækur þeirra.
Margir af þessum fjárhalds-piltum mínum voru mjer
mjög geðþekkir og vel samrýndir, engir þó meir en
þeir, sem jeg kallaði aldamóta-drengi mína, en það