Óðinn - 01.08.1933, Qupperneq 38

Óðinn - 01.08.1933, Qupperneq 38
94 ÓÐINN var fermingarbarna-samkoma, haldin 7. júní. Hún var sjersfaklega hátíðleg fyrir það, að þann dag voru liðin lOO. ár frá því, er Tómas presfur Sæmundsson fæddist. Ollum fermingarbörnum vorsins var boðið, og var það fögur sjón að sjá þann fríða æskumanna- hóp; voru einnig ýmsir heiðursgestir viðstaddir, og þar á meðal sú mikla heiðurskona, frú Þórhildur, dóttir sjera Tómasar, og fleiri ættmenn hans. Var fögnuður og lyfting yfir samkomunni. í hvatningar- ræðu til fermingarbarnanna var talað um sjera Tómas Sæmundsson, og rakin helstu atriði æfi hans og starfs, og dæmi hins einlæga þjóns Krists og hins mikla ættjarðarvinar framsett, til uppörfunar hinni ungu kynslóð. Þá um vorið gengu skrif milli mín og stjórnar K. F. U. M. í Kaupmannahöfn, að æskilegt væri að jeg kæmi til Danmerkur á því sumri, til þess að ferð- ast um meðal fjelaganna á ýmsum stöðum í Dan- mörku og treysta með því sambandið milli fjelags- málsins í Danmörku og á íslandi. V7ar svo afráðið að jeg kæmi þá um sumarið. Ricard skrifaði mjer, að útvegað hefði verið leyfi til aðjeg fengi far með skipi því, er konungur kæmi á til íslands. Það sumar ætlaði hans hátign Friðrik VIII. að heimsækja ísland, ásamt stórum flokki Ríkisþingsmanna. Mjer gatst ekki að þessu ráði, og fanst mjer að varla mundi jeg njóta eins sjóferðarinnar sem ófrjáls gestur á kon- ungsskipi, og óttaðist höfðingjasiði og hofmannabrag. Þó mundi jeg hafa árætt að fara, ef hirðstjóri kon- ungs hefði verið með í konungsförinni, því að hann hafði ávalt verið mjer svo góður. En hann kom ekki, og ákvað jeg því að fara með strandferðaskipinu »HóIar«, sem átti að fara beint til Kaupmannahafnar þann 1. september. — í Reykjavík var undirbúningur mikill undir konungs- móttökuna. Kom konungur þann 30. júlí, og var tekið á móti honum með mikilli viðhöfn. Það var hrífandi stund, er konungur landsins kom í land og fagnaðar- ópin hljómuðu á móti honum. Veðrið þá daga var hið yndislegasta og varla ský á lofti. Einn daginn heimsótti konungur Holdsveikraspítalann. ]eg var, sem prestur spítalans, kvaddur til að vera viðstaddur, í hempu. Konungur skoðaði spítalann og ljet vel yfir. Starfsfólkið var kynt konungi og var hann ljúfur og ljettur í máli. — Mjer fanst þann tíma, er konungur dvaldi hjer á landi, að einhver helgi hvíldi yfir öllu við nálægð konungdómsins. Skömmu áður en konungur kom, fjekk jeg heim- sókn, sem snerti mig meira persónulega. Föðurbróðir minn, ]óhannes Pjetursson, frá Lincoln country í Minnisoía, kom hingað, eftir 25 ára dvöl í Ameríku. ]eg hafði ekki sjeð hann frá því er jeg var 10 ára. ]eg hafði heldur ekki haft neitt samband við frændur mína fyrir vestan haf og vissi naumast, hvort þeir voru lífs eða liðnir. Það var einn dag, að sjera Magnús Þorsteinsson á Mosfelli, kær vinur og bekkjarbróðir, kom og sótti mig, því að jeg hafði lofað að tala við jarðarför barns hans næsta dag. Við riðum svo upp með Hamrahlíð, og sáum þá eitt af póstskipunum sigla inn, og heyrð- um, er það bljes. Alt í einu segi jeg við sjera Magnús: »Það skyldi þó ekki vera, að ]óhannes föðurbróðir minn væri með þessu skipi«. — »Áttu von á honum?« spurði sjera Magnús. — »Nei«, sagði jeg, »jeg skil ekki í að mjer skyldi detta þetta í hug«. — Svo töl- uðum við ekki meira um þetta og mjer datt það ekki í hug framar. ]eg var um nóttina á Mosfelli, og skemti mjer um kvöldið við hinn stóra drengjahóp prestsins. Eftir jarðarförina næsta dag fór jeg heim. Mamma sagði við mig: »Það hefur komið hjer maður að finna þig, og er honum mjög hugarhaldið um að sjá þig«. ]eg spurði, hvort hann væri hjeðan úr bænum. Hún kvaðst halda að hann væri kominn frá útlöndum. ]eg sagði: »Það er þó víst ekki ]óhannes föður- bróðir minn!« — »Hvernig dettur þjer slíkt í hug, heldurðu að hann sje á ferðinni?« — »Nei«, sagði jeg, »en mjer datt þessi vitleysa í hug í gær, á leið- inni upp að Mosfelli; en þú mundir líka hafa þekt hann«. — »]á, auðvitað«, sagði hún. — Skömmu síðar er mjer sagt að maður sje úti, sem vilji finna mÍ9- ]eg fór út. Þar stóð fyrir hár maður og karl- mannlegur. Hann gekk að mjer og heilsaði, og þjeraði mig. »Eruð þjer sjera Friðrik?« spurði hann, og um leið sá jeg eins og eitthvert gletnisleiftur í augum hans, og þekti hann og sagði: »Velkominn ]óhannes!« Þá hló hann, og þá komst það upp, að þetta voru samantekin ráð þeirra mömmu, að leika svona á mig. En jeg er ekki viss um, að jeg hefði þekt hann, ef hugarburðurinn hefði eigi undirbúið mig. — Svo urðu nú fagnaðarfundir og hann dvaldi hjá mjer nokkurn tíma, áður en hann færi norður, þar sem hann ætlaði sjer að dvelja vetrarlangt hjá ættingjum og fornum vinum. Mjer varð þessi heimsókn til afarmikillar gleði. Síðari hluta ágústmánaðar fór jeg að undirbúa utanför mína. Hlakkaði jeg mjög til að sjá aftur vini mína í Danmörku, eftir 5 ára fjarveru. Þann 27. ágúst var mjer haldið skilnaðarsamsæti í litla salnum í nýja húsinu. Þann dag hafði jeg komið heim frá Danmörku fyrir 10 árum nákvæm- Iega, eins og segir í lok »Undirbúningsáranna«. — Voru þar ýmsar ræður haldnar og man jeg sjerstak- lega eftir hinni hlýju og skemtilegu ræðu, sem ]ón Helgason dócent hjelt, þar sem hæfilega var saman blandað gamni og alvöru. Fjelagsmenn gáfu mjer fagran göngustaf, gulli glæstan, en þau álög virðast liggja á öllum stöfum, sem jeg hef eignast um æfina, að jeg á einhvern veg glata þeim öllum. — Þann 1. sept. lagði jeg svo út á haf með »Hólum«. Hafði jeg þar miklum mun Ijúfari samfylgd, en jeg hefði fengið á sjálfu konungsskipinu, því með mjer á 2. farrými voru eitthvað 16 stúdentar, kunningjar og vinir mínir, og farnaðist leiðin vel. Hjer er lokið 1. bindi „Starfsáranna", og koma þau innan skams út í bókarformi. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.