Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 2
I
tekið fram, en af því að það er í svo mörgfum atrið-
um, get eg eigi gjört það nema þar sem um eitthvað
mjög verulegt er að ræða.
J>að er öll von til þess, að íslendingar sé eigi svo
fróðir í þessu sem vera skyldi. Rannsóknir vísinda-
manna hafa nú fyrst á síðari árum gjört ýmislegt ljós-
ara, en það áður var, og þó vantar enn mikið á, sem
smátt og smátt mun leiðast í ljós.
Að vísu vissu menn áður til þess, að hér við ís-
land væri mikið af síld. Af og til var hún veidd, en
öllum bar saman um, að hún væri hvikul, kæmi ekki
nema endrum og sinnum að landi, og ómögulegt væri
að eiga víst hvar hún kæmi. Tilraunir þær til veiða,
sem gjörðar voru stöku sinnum, voru ónógar, og þær voru
hafðar í einhvers konar hjáverkum. þ>að væri of langt
mál að rekja allar þessar tilraunir, enda voru veiðar-
færin optast nær lítilfjörleg. Eg skal að eins geta þess
fyrir fram, að þó að um það sé getið, er Englending-
ar og þ>jóðverjar sigldu hingað til landsins jafnvel á
14. öld, síðan talsvert á 15. og framan af 16. öld (al-
þingisdómur 30. júní 1545), og þá héldu bátum út til
fiskjar, þá mun það hafa verið til þorskveiða en ekki
til síldarveiða. En Englendingar kunnu á þeim tim-
um bezt til síldarveiða næst Hollendingum, þó eigi
gæfu þeir sig við því hér á landi. J>að er enginn efi
á því, að Norðmenn stunduðu eða þektu síldarveiðar
um það leyti sem ísland bygðist, og margur Norðmað-
ur mun þá hafa farið til íslands, er þekti til þessarar
veiðar, og það til hlítar, eptir því sem þá gjörðist. Sbr.
sögu Egils Skalla-Grímssonar kap. 1., 10., 17. Mörg-
um íslendingum, er fóru til Noregs og Sviþjóðar, mun
og hafa gefizt kostur á að kynna sér veiðiaðferð þeirra
og annara þjóða. f>ó verða menn eigi þess varir, að
landnámsmenn eða aðrir síðar á fornöldinni hafi veitt
síld, og eptirtektavert er það, að þar sem í Gulaþings-