Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 5

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 5
5 kaupmaður, sem meðal annara, eða fremur öðrum lagði sig fram um veiðina. Um sömu mundir hafði og Iversen kaupmaður í Hafnarfirði nokkra veiði. Frá báðum þessum stöðum hefir allopt á þessari öld verið flutt út nokkuð af síld, þó eigi væri það að mikl- um mun eða þess getið í verzlunarskýrslum. Hinn starfsami kaupmaður P. C. Knudtzon byrjaði og um 1830 tilraun til síldarveiða í Hafnarfirði, og tók þá norskan mann til að standa fyrir veiðinni; hélt hann því fram i nokkur ár, og árið i832 léthann tvo reynda fiskimenn frá Skovshovede á Sjálandi stunda veiðina þar, og bar það lítinn árangur, því á meðan þeir voru þar, gekk ekki síld inn á fjörðinn. Skömmu síðar hætti hann við veiðina, en það er sagt, að tilraunir hans yrðu til þess, að Hafnfirðingum varð kunnugri aðferðin að leggja net og að fara vel með þau. Svo var og úr þvi ádráttarveiði tíðkuð af og til i Hafnar- firði, á Vestfjörðum, einkumísafirði, áEyjafirði og hér og hvar á Austfjörðum, en það er fyrst þá er Norð- menn um og eptir 1866 fara að reyna síldarveiðina hér við land, að dagsetja má byrjun síldarveiðar hér á landi, þeirrar sem tíðkazt hefir síðari árin og nú erað verða almenn. Eg hefi talið þessi smáatvik úr síldarsögu vorri, af þvi að mér finst, að þó að þau sé flest all-ómerki- leg i sjálfum sér, sé þó rétt, að þeim sé haldið sam- an> og gott ef að einhver gæti við þau bætt, en þvi, sem gjörzt hefir síðari árin, ætla eg ekki að segja frá, þar eð það má vera i minni flestra nú lifandi manna. pað var mjög eðlilegt, að íslendingar væru mjög ófróðir um eðli og lifsháttu síldarinnar, og að þeim færist veiðin óhöndulega, er þá vantaði þetta hið fyrsta skilyrðið, og þess utan voru margir erfiðleikar á veið- inni og lítil föng til hennar. pað var mjög litið bet-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.