Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Page 10
10
nefndi síldarkóngur, stærri og dýrðlegri en aðrar síldir,
raeð logafagurt höfuð, o. s. frv.
Eg skal nú ekki rekja sögu þessa misskilnings
lengur. Eptir að visindamennirnir hafa farið að rann-
saka eðli og lífsferil síldarinnar, er það sannað, að hún
hrygnir og vex upp og síðar á stundum dvelur mjög
nærri landi, en þá tímana, sem ekki verður vart við
hana þar, dregur hún sig frá landinu, og heldur sig
þá í miklu hafdýpi eða úthöfunum. Um þetta mun
siðar verða talað nákvæmar, en það er rétt nú þegar
að reginnegla þá skoðun, að sú síld, er hér ræðir
mestmegnis um, og sem rétt er að kalla hafsild, dvel-
ur mikinn hluta aldurs sins í íjörðum, vikum og vog-
um, en þegar ekki verður vart við hana þar, þá i þeim
djúpu hafálum, sem eru umhverfis landið, eða jafnvel
á stundum í enn lengri fjarlægð frá þvi.
Vér megum telja það heppni vora, að vér ekki
höfum mörg nöfn á síldinni. Útlendingar hafa orðið i
vandræðum með þau mörgu nöfn, er þeir hafa gefið
henni, t. a. m. Norðmenn, er nefna störsíld, hafsild,
vorsild, sumarsíld, haustsíld, o. s. frv., sem eptir síðustu
rannsóknurn ekki eru sérstakir flokkar eða tegundir,
en alt sami fiskurinn, ekki með sérstökum einkennum
í lögun eða mynd, að beinatölu, vöðvum, innýflum,
uggatölu, þó að nokkrar tilbreytingar sé á þessu,
sökum aldurs. Hér á landi er að vísu nefnd hærings-
sild og grábeinssíld, en þó að hún að útliti sé öðru visi
en regluleg hafsíld, þá er það ekki sérstök tegund,
heldur afbrigði, ef hún einu sinni verðskuldar, að sá
mismunur sé gjörður. J>að ber meira á beinum i henni
sökum megurðar en i hafgenginni síld, sem er feit,
og ef vel er athugað, þá er afstaða og fjöldi beinanna
hinn sami, sem í hafsildinni.
Af fáum fiskum er meiri mergð en af síld; hún
finnst í hverju hafi og við hveija heimsálfu. Af þeim