Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1883, Side 13
«3
sundi eru optast 3 skip i félagi með einu nótalagi, það
eru 2—3 stórar nætur, og eins margar minni. Sérhverri
stórri nót fylgir 1 stór bátur, 3 eða 4 minni, drekar,
kaggar eða stór ból, og stendur netaformaðurinn eða
nótubasinn fyrir hverri nótaútgjörð. Öll skipshöfnin
var skyld að stunda veiðarnar, og veiðinni var skipt
niður í hluti eptir stærð skipanna. Eigendur skipanna
voru því nær allir útgjörðarmenn, og ávinningurinn
var talinn fyrir hvert skip sem ágóði af ferð skipsins.
Hásetarnir voru sjómenn, laggarar og fiskimenn, en
allir skyldir að vera við netin og veiðina eptir þörf-
um. Hásetarnir voru í fæði hjá sjálfum sér og höfðu
i laun 7—14 krónur, en skipstjórar alt að 20 krónum
á viku. Hásetarnir fengu þess utan hlut af samtaldri
veiði á allri útgjörðinni. Verðið á nýrri síld á ís-
landi var sett 8 krónur á málstunnu (tólf málstunnur
sama sem 18 fyltar sildartunnur). Af veiðinni þannig
metinni var helmingur (4 kr. á málstunnu) talinn eig-
endum nótanna, '/4 skipseigendum og % hásetunum,
og var þessi hluti eða 2 kr. fyrir málstunnuna nefndur
„hálfur hlutur“. En netaformenn eða skipstjórar fengu
optast nær heilan hlut, sem svo var nefndur, eða tvö-
falt á móts við hvern hásetann. Skipin fóru allflest
frá Noregi i júní og júli.
Veiði allrar útgjörðarinnar frá Haugasundi 1881
varð 71,622 tunnur síldar, og seldust í Haugasundi á
15 kr. hver tunna eða á 1,074,330 kr. Af nýrri síld
voru 4,800 tunnur seldar á íslandi fyrir 19,200 kr., og
13,500 af þorski á 15 aura fyrir 2,070 kr., og verður
þá öll veiðin 1,095,600 kr. Útgjöldin voru 7i,622furu-
tunnur: 131,307 kr.; 18,000 tunnur afsalti, á 2 kr. 60 a.:
46,800 kr.; 3,000 bindi af tunnugjörðum, á 1 kr. 20 a.:
3,600 kr.; tunnutappar og baðmull: 880 kr.; laun skip-
verja og háseta: 199,732 kr.; hluti þeirra af 71,622 tn.
síldar: 95,496 kr.; viðbót á hlut skipstjóra og netafor-